Adam Ægir Pálsson: Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2022 16:38 Adam Ægir Pálsson átti frábæran leik fyrir Keflavík í dag. Visir/ Tjörvi Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var stoltur og ánægður í leikslok eftir góðan 7-1 sigur liðsins gegn Leikni í leik sem fram fór í Árbænum í dag. Adam Ægir gerði tvö mörk og lagði upp eitt en var ansi nálægt því að skora þrennu sem hann hefði viljað. „Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
„Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira