Enskan tröllríður verslunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. október 2022 14:00 Lefties Store á Gran Vía í Madrid er í eigu spænsku samsteypunnar Inditex Group. Cristina Arias/Getty Images Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega. Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega.
Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira