Stórabróðurstyrkur Juventus og Berlusconi snýr aftur Björn Már Ólafsson skrifar 21. október 2022 14:00 Dusan Vlahovic fagnar sigurmarkinu gegn Torino í grannaslagnum. Getty/Nicolo Campo Nágrannaslagir lifa oftast nær sínu eigin lífi á Ítalíu. Þegar tvö lið frá sömu borg mætast er allt undir og staðan í deildinni gildir einu. Leikmenn beggja liða eru lafandi hræddir við tap gegn erkifjendunum enda fylgir því oft alls kyns neikvæðni, stuðningsmenn verða brjálaðir og andrúmsloftið fjandsamlegt. En á þessu er ein undantekning og það er nágrannaslagurinn í Torino, derby della Mole. Slagurinn er kenndur við Mole Antonelliana – turnlaga byggingu í miðborginni, og fyrsta einvígi Juventus og Torino í deildarkeppni fór fram árið 1907, ári eftir að Torino var stofnað af hópi óánægðra Juventus manna undir forystu hins skapstóra Alfred Dick. Í heildina hafa félögin mæst 181 sinnum í deildarkeppni. Juventus hefur unnið 81 leik og Torino 50. Sú var tíðin þegar þessir leikir voru jafnir og bæði lið börðust um titla. Torino liðið var upp á sitt besta eftir lok síðari heimsstyrjaldar þar til liðið fórst í flugslysi árið 1949. Önnur gullöld Torino var á sjöunda áratugnum þegar síðasti deildartitillinn vannst. En á síðustu árum er nágrannaslagurinn orðinn að algjörri martröð fyrir vínrauða liðið. Því liðið hefur aðeins unnið Derby della Mola einu sinni frá árinu 1996. Það var árið 2015 í leik þar sem Bruno Peres skoraði sennilega fallegasta mark í sögu einvígisins. Svokallað coast-to-coast mark. Skiptir engu hversu laskað Juventus liðið er innan vallar eða utan, liðið er með algjört tangarhald á Torino. Hvað veldur? Er kannski um að ræða einhvers konar stórabróðurstyrk hjá Juventus? Við sem erum eldri bræður í systkinahópum þekkjum það að tapa aldrei fyrir litla bróður í neinu. Jafnvel þótt litli bróðir sé orðinn stærri og sterkari en við þá höfum við stóru bræðurnir reynsluna og yfirvegunina sem þarf til að vinna litla bróður, hvort sem það sé í gamnislag eða íþróttum. Litlu bræðurnir halda stundum að þeir séu með yfirhöndina en þá grípur náttúrulögmálið um stórabróðurstyrkinn inní og tryggir okkur sigurinn. Slík er yfirhönd Juventus í einvíginu og var leikur liðanna um síðustu helgi engin undantekning þar á. Hjá Juventus virðist allt vera í kalda kolum bæði innan vallar sem utan og því hefði átt að vera kjörið tækifæri fyrir litla bróður að skjóta Gömlu dömunni ref fyrir rass. En allt kom fyrir ekki. Torino var betra liðið í leiknum og var meira með boltann en Juventus fékk færin og Dusan Vlahovic tryggði þeim sigurinn með marki eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Torino sitja enn og aftur eftir með sárt ennið eftir nágrannaslaginn og vilja einhverjir fjölmiðlar meina að farið sé að hitna verulega undir sæti Ivan Juric þjálfara. Samband Juric við yfirmenn hans hjá Torino hefur aldrei verið sérlega gott eins og kom í ljós í sumar þar sem náðist upptaka af Juric og yfirmanni íþróttamála hnakkrífast og slást á almannafæri. Það væri þó sennilega glapræði að reka hann eins og staðan er í dag. Ef það væri brottrekstrarsök fyrir þjálfara Torino að tapa fyrir Juventus, þá þyrfti Torino alltaf að reka þjálfarann tvisvar á ári. Berlusconi snýr aftur Silvio Berlusconi er að fara að eiga eina bestu helgi lífs síns, og eflaust er af mörgum að taka. Liðið hans Monza heimsækir nefnilega fyrrum lið hans AC Milan á sama tíma og hægri flokkarnir á Ítalíu sitja á fundi og skipta ráðherrastólum á milli sín í komandi ríkisstjórn landsins. Berlusconi skaut upp á stjörnuhimininn sem fjárfestir og forseti AC Milan á níunda áratugnum og árangur AC Milan gagnaðist honum vel þegar hann hóf sinn pólitíska feril í upphafi tíunda áratugarins. Hann seldi Mílanó félagið árið 2017 og ári síðar keypti hann félagið Monza frá samnefndu sveitafélagi í útjaðri Mílanó. Silvio Berlusconi hefur ríka ástæðu til að brosa þessa dagana.Getty/Fabrizio Corradetti Monza mætir á San Siro leikvanginn með fullan bakpoka af sjálfstrausti. Tímabilið fór hræðilega af stað en eftir að Berlusconi skipti út þjálfaranum Stroppa fyrir Raffaele Palladino unnust þrír leikir í röð og í vikunni sló liðið svo spútniklið Udinese út úr bikarnum á útivelli. Monza er sá nýliði sem hefur mest fjármagn á milli handanna og flestir spáðu því að liði myndi auðveldlega ná að halda sér uppi. Berlusconi hefur ekki farið leynt með drauma sína um að koma Monza í Evrópukeppni en þangað er enn langur spölur. Þeirra bíður erfitt verkefni gegn AC Milan en enginn mun brosa breiðar en Berlusconi ef Monza tekst að stela stigi eða þremur á laugardagskvöld. Ólíkar leiðir að sama markmiði Toppslagurinn um helgina er á milli Roma og Napoli en bæði liðin unnu sína leiki um síðustu helgi. Napoli hélt uppteknum hætti gegn vængbrotnu Bologna liði og vann að lokum 3-2. Þegar ég skrifa vængbrotnu á ég við að Bologna var án stjörnuleikmannsins og eins markahæsta leikmanns deildarinnar Marko Arnautovic. Marko Arnautovic, sem var orðaður við Manchester United í sumar, hefur byrjað leiktíðina afar vel hjá Bologna en gat ekki verið með gegn Napoli.Getty/Jonathan Moscrop Varnarlega voru Napoli menn þó klaufar og hleyptu gestunum inn í leikinn í tvígang en varamaðurinn Victor Osimhen skoraði sigurmarkið eftir vel vigtaða stoðsendingu frá Kvaradona, hverjum öðrum? Rómverjarnir fóru aðra leið að sigrinum í leik sínum gegn Sampdoria. Þeir fengu ódýra vítaspyrnu eftir aðeins 11 mínútna leik sem fyrirliðinn Lorenzo Pellegrini smellti upp í skeytin og því næst skelltu þeir í lás. Sóknarleikur Sampdoria er afar takmarkaður og fengu þeir bláklæddu engin alvöru færi það sem eftir lifði leiks. José Mourinho og lærisveinar hans eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Napoli á toppi deildarinnar og geta því komist alveg í hælana á þeim með sigri á Ólympíuleikvangnum í Róm á sunnudagskvöldið klukkan 18:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Internazionale náði líka að halda sér innan seilingar á toppbaráttunni með auðveldum sigri á Salernitana. Simone Inzaghi virðist vera búinn að finna taktinn í liði sínu. Sérstaklega eru það markaskorararnir í leiknum, Nicolo Barella og Lautaro Martinez sem hafa stigið upp í síðustu leikjum. Martinez rauf í leiknum langa markaþurrð í deildinni og Barella skoraði glæsilegt mark og kórónaði þannig flotta frammistöðu. Blæs Norðanvindurinn yfir Rómarborg? Íslendingarnir í Serie A voru í litlu hlutverki um síðustu helgi. Þórir Jóhann kom inná í blálokin þegar Lecce náði í sterkt 1-1 jafntefli gegn Fiorentina á troðfullum Via del Mare leikvangi í Puglia á Suður-Ítalíu. Mikael Egill Ellertsson lék ekki þegar Spezia gerði 2-2 í botnslag gegn Cremonese en á miðvikudaginn var hann í byrjumarliðinu þegar Spezia sló Brescia út úr bikarnum 3-1. Hann skoraði mark strax í upphafi leiks sem var þó dæmt af, og var samkvæmt ítölskum fjölmiðlum sprækur. Slíkar frammistöður gefa von um fleiri mínútur í deildinni. Í B-deildinni er Genoa á ágætis skriði. Norðanvindurinn Albert Guðmundsson lék með liðinu í torsóttum sigri á Cosenza þar sem Genoa var mann færri í um klukkustund. Genoa er þar með í sjötta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliðinu. Hann skoraði svo sigurmark liðsins í bikarleik gegn SPAL í vikunni. Þess má til gamans geta að SPAL liðinu stjórnar nú Daniele De Rossi en þessi fyrrum heimsmeistari í knattspyrnu tók við þjálfun liðsins fyrir viku síðan. Með sigrinum er Genoa komið í 8 liða úrslit bikarsins þar sem José Mourinho og lærisveinar hans í Roma bíða spenntir. Hann getur verið napur og erfiður viðureignar, Norðanvindurinn sem smýgur yfir Rómarborg á veturna. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
En á þessu er ein undantekning og það er nágrannaslagurinn í Torino, derby della Mole. Slagurinn er kenndur við Mole Antonelliana – turnlaga byggingu í miðborginni, og fyrsta einvígi Juventus og Torino í deildarkeppni fór fram árið 1907, ári eftir að Torino var stofnað af hópi óánægðra Juventus manna undir forystu hins skapstóra Alfred Dick. Í heildina hafa félögin mæst 181 sinnum í deildarkeppni. Juventus hefur unnið 81 leik og Torino 50. Sú var tíðin þegar þessir leikir voru jafnir og bæði lið börðust um titla. Torino liðið var upp á sitt besta eftir lok síðari heimsstyrjaldar þar til liðið fórst í flugslysi árið 1949. Önnur gullöld Torino var á sjöunda áratugnum þegar síðasti deildartitillinn vannst. En á síðustu árum er nágrannaslagurinn orðinn að algjörri martröð fyrir vínrauða liðið. Því liðið hefur aðeins unnið Derby della Mola einu sinni frá árinu 1996. Það var árið 2015 í leik þar sem Bruno Peres skoraði sennilega fallegasta mark í sögu einvígisins. Svokallað coast-to-coast mark. Skiptir engu hversu laskað Juventus liðið er innan vallar eða utan, liðið er með algjört tangarhald á Torino. Hvað veldur? Er kannski um að ræða einhvers konar stórabróðurstyrk hjá Juventus? Við sem erum eldri bræður í systkinahópum þekkjum það að tapa aldrei fyrir litla bróður í neinu. Jafnvel þótt litli bróðir sé orðinn stærri og sterkari en við þá höfum við stóru bræðurnir reynsluna og yfirvegunina sem þarf til að vinna litla bróður, hvort sem það sé í gamnislag eða íþróttum. Litlu bræðurnir halda stundum að þeir séu með yfirhöndina en þá grípur náttúrulögmálið um stórabróðurstyrkinn inní og tryggir okkur sigurinn. Slík er yfirhönd Juventus í einvíginu og var leikur liðanna um síðustu helgi engin undantekning þar á. Hjá Juventus virðist allt vera í kalda kolum bæði innan vallar sem utan og því hefði átt að vera kjörið tækifæri fyrir litla bróður að skjóta Gömlu dömunni ref fyrir rass. En allt kom fyrir ekki. Torino var betra liðið í leiknum og var meira með boltann en Juventus fékk færin og Dusan Vlahovic tryggði þeim sigurinn með marki eftir hornspyrnu. Stuðningsmenn Torino sitja enn og aftur eftir með sárt ennið eftir nágrannaslaginn og vilja einhverjir fjölmiðlar meina að farið sé að hitna verulega undir sæti Ivan Juric þjálfara. Samband Juric við yfirmenn hans hjá Torino hefur aldrei verið sérlega gott eins og kom í ljós í sumar þar sem náðist upptaka af Juric og yfirmanni íþróttamála hnakkrífast og slást á almannafæri. Það væri þó sennilega glapræði að reka hann eins og staðan er í dag. Ef það væri brottrekstrarsök fyrir þjálfara Torino að tapa fyrir Juventus, þá þyrfti Torino alltaf að reka þjálfarann tvisvar á ári. Berlusconi snýr aftur Silvio Berlusconi er að fara að eiga eina bestu helgi lífs síns, og eflaust er af mörgum að taka. Liðið hans Monza heimsækir nefnilega fyrrum lið hans AC Milan á sama tíma og hægri flokkarnir á Ítalíu sitja á fundi og skipta ráðherrastólum á milli sín í komandi ríkisstjórn landsins. Berlusconi skaut upp á stjörnuhimininn sem fjárfestir og forseti AC Milan á níunda áratugnum og árangur AC Milan gagnaðist honum vel þegar hann hóf sinn pólitíska feril í upphafi tíunda áratugarins. Hann seldi Mílanó félagið árið 2017 og ári síðar keypti hann félagið Monza frá samnefndu sveitafélagi í útjaðri Mílanó. Silvio Berlusconi hefur ríka ástæðu til að brosa þessa dagana.Getty/Fabrizio Corradetti Monza mætir á San Siro leikvanginn með fullan bakpoka af sjálfstrausti. Tímabilið fór hræðilega af stað en eftir að Berlusconi skipti út þjálfaranum Stroppa fyrir Raffaele Palladino unnust þrír leikir í röð og í vikunni sló liðið svo spútniklið Udinese út úr bikarnum á útivelli. Monza er sá nýliði sem hefur mest fjármagn á milli handanna og flestir spáðu því að liði myndi auðveldlega ná að halda sér uppi. Berlusconi hefur ekki farið leynt með drauma sína um að koma Monza í Evrópukeppni en þangað er enn langur spölur. Þeirra bíður erfitt verkefni gegn AC Milan en enginn mun brosa breiðar en Berlusconi ef Monza tekst að stela stigi eða þremur á laugardagskvöld. Ólíkar leiðir að sama markmiði Toppslagurinn um helgina er á milli Roma og Napoli en bæði liðin unnu sína leiki um síðustu helgi. Napoli hélt uppteknum hætti gegn vængbrotnu Bologna liði og vann að lokum 3-2. Þegar ég skrifa vængbrotnu á ég við að Bologna var án stjörnuleikmannsins og eins markahæsta leikmanns deildarinnar Marko Arnautovic. Marko Arnautovic, sem var orðaður við Manchester United í sumar, hefur byrjað leiktíðina afar vel hjá Bologna en gat ekki verið með gegn Napoli.Getty/Jonathan Moscrop Varnarlega voru Napoli menn þó klaufar og hleyptu gestunum inn í leikinn í tvígang en varamaðurinn Victor Osimhen skoraði sigurmarkið eftir vel vigtaða stoðsendingu frá Kvaradona, hverjum öðrum? Rómverjarnir fóru aðra leið að sigrinum í leik sínum gegn Sampdoria. Þeir fengu ódýra vítaspyrnu eftir aðeins 11 mínútna leik sem fyrirliðinn Lorenzo Pellegrini smellti upp í skeytin og því næst skelltu þeir í lás. Sóknarleikur Sampdoria er afar takmarkaður og fengu þeir bláklæddu engin alvöru færi það sem eftir lifði leiks. José Mourinho og lærisveinar hans eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Napoli á toppi deildarinnar og geta því komist alveg í hælana á þeim með sigri á Ólympíuleikvangnum í Róm á sunnudagskvöldið klukkan 18:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Internazionale náði líka að halda sér innan seilingar á toppbaráttunni með auðveldum sigri á Salernitana. Simone Inzaghi virðist vera búinn að finna taktinn í liði sínu. Sérstaklega eru það markaskorararnir í leiknum, Nicolo Barella og Lautaro Martinez sem hafa stigið upp í síðustu leikjum. Martinez rauf í leiknum langa markaþurrð í deildinni og Barella skoraði glæsilegt mark og kórónaði þannig flotta frammistöðu. Blæs Norðanvindurinn yfir Rómarborg? Íslendingarnir í Serie A voru í litlu hlutverki um síðustu helgi. Þórir Jóhann kom inná í blálokin þegar Lecce náði í sterkt 1-1 jafntefli gegn Fiorentina á troðfullum Via del Mare leikvangi í Puglia á Suður-Ítalíu. Mikael Egill Ellertsson lék ekki þegar Spezia gerði 2-2 í botnslag gegn Cremonese en á miðvikudaginn var hann í byrjumarliðinu þegar Spezia sló Brescia út úr bikarnum 3-1. Hann skoraði mark strax í upphafi leiks sem var þó dæmt af, og var samkvæmt ítölskum fjölmiðlum sprækur. Slíkar frammistöður gefa von um fleiri mínútur í deildinni. Í B-deildinni er Genoa á ágætis skriði. Norðanvindurinn Albert Guðmundsson lék með liðinu í torsóttum sigri á Cosenza þar sem Genoa var mann færri í um klukkustund. Genoa er þar með í sjötta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliðinu. Hann skoraði svo sigurmark liðsins í bikarleik gegn SPAL í vikunni. Þess má til gamans geta að SPAL liðinu stjórnar nú Daniele De Rossi en þessi fyrrum heimsmeistari í knattspyrnu tók við þjálfun liðsins fyrir viku síðan. Með sigrinum er Genoa komið í 8 liða úrslit bikarsins þar sem José Mourinho og lærisveinar hans í Roma bíða spenntir. Hann getur verið napur og erfiður viðureignar, Norðanvindurinn sem smýgur yfir Rómarborg á veturna. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti