Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 83-108 | Heimamenn áttu ekki roð í Hauka Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2022 21:55 Hilmar Smári Henningsson fór mikinn í kvöld. vísir/diego Haukar viðhéldu fullkominni byrjun sinni í Subway-deild karla með öruggum 108-83 sigri á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Haukar eru með fullt hús stiga en KR er stigalaust. Haukar hófu leikinn kröftuglega þar sem Litáinn Norbertas Giga fór fyrir liðinu og raðaði inn stigum í upphafi leiks. Góðir endir Hauka á fyrsta leikhluta, þar sem þeir skoruðu átta stig í röð, þýddi að þeir voru með sjö stiga forystu að honum loknum, 24-17. Í upphafi annars leikhluta buðu Haukar svo upp á þriggja stiga sýningu. Þeir settu niður fyrstu fjögur skot sín í leikhlutanum, sem öll komu fyrir utan þriggja stiga línuna, skoruðu því 12 stig gegn fjórum stigum frá KR og komust 39-21 yfir. Þaðan var ekki aftur snúið. KR átti sín áhlaup en aldrei beit á Hauka sem svöruðu sífellt fyrir sig. KR gekk illa sóknarlega, skotnýting þeirra slök og þá voru þeir oft á tíðum hægir til baka og þurftu Haukar einfaldlega að hafa miklu minna fyrir sínum stigum en KR. Það virtist ekki sjá á Haukum að Kaninn þeirra væri fjarverandi og menn stigu upp, þeir fengu framlag víða að og líkt og áður segir, svöruðu þeir hverju áhlaupi KR og drápu hverja einustu vonarglætu þeirra ýmist með þriggja stiga skoti eða með því að finna Giga í yfirburðastöðu gegn lægri manni undir körfunni. Að endingu var 25 stiga Hauka niðurstaðan, sem var síst og stór. Haukar eru því með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en KR leitar enn síns fyrsta sigurs eftir sístu frammistöðu sína í deildinni til þessa. Af hverju unnu Haukar? Þeir sendu tóninn snemma leiks og kaffærðu KR með þristum í upphafi annars leikhluta. Þeir vörðust vel og brutu oft upp sóknarleik KR-liðs sem hefur ekki skotið eins illa á tímabilinu til þessa. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga er Haukum afar mikilvægur og gekk frá Jordan Semple í KR-liðinu í kvöld. Hann skoraði 30 stig, var með 65 prósent nýtingu (þar af 100 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum, fjögur af fjórum fóru niður), tók 13 fráköst og fiskaði sex villur í leiknum. Hilmar Smári Henningsson var litlu síðri með 22 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolnar bolta. Framlagið var víða frá Haukum þar sem Orri Gunnarsson skoraði 15 stig, Róbert Sigurðsson 14 og Daniel Mortensen 11. Gígantískur Norbertas Giga.Vísir/Diego Hvað mátti fara betur? Það er erfitt að taka ekki meira og minna allt KR-liðið til. Jordan Semple átti erfitt með að eiga við Giga og átti afar erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna. Giga var farinn að öskra á hann í hvert skipti fyrir utan "Skjóttu!" og flest hans skot þaðan voru opin en aðeins eitt af sjö fóru niður. Michael Mallory er vorkunn þar sem hann er meiddur en hann skoraði aðeins fjögur stig með 50 prósent nýtingu - hann skilaði þó 10 stoðsendingum haltrandi um völlinn. Dagur Kár Jónsson var þá aðeins með níu stig og 23 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Bæði lið verða í eldlínunni á föstudaginn í næstu viku. KR fer til Þorlákshafnar og mætir Þór í fyrri leik föstudagskvöldsins og í þeim síðari taka Haukar á móti Íslandsmeisturum Vals í Ólafssal. Maté: „Vildum eiga fyrsta höggið“ „Eigum við ekki bara að vera ánægðir með þetta, segir Maté Dalmay, þjálfari Hauka eftir leik. Við vissum að KR er að stokka upp í liðinu og það eru allskonar sögusagnir um hverjir eru að koma eða fara og það er bara mjög erfitt að spila þegar það er verið að stokka upp í liðinu svo við vildum eiga fyrsta höggið og eiga það snemma,“ Það náðist þungt högg snemma og Haukar litu aldrei um öxl. „Við fórum svolítið yfir sóknarleikinn okkar eftir bikarleikinn á Króknum og við erum núna þegar Ameríkaninn okkar er frá þá erum við kannski ekki með rosa marga sem upp á sitt einsdæmi brjóta niður varnir. Við erum alveg með einhverja en við þurftum að fara svolítið dýpra í kerfin og leikfræðin og leituðum svolítið í þær lausnir þegar KR reyndi að þrýsta á okkur,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Maté sem má sjá í heild að ofan. Helgi Már: „Átakanlega lélegt af okkar hálfu“ „Þetta var átakanlega lélegt af okkar hálfu fannst mér. Það var bara voðalega mikil deyfð yfir þessu og einstaklingsframtakið fékk að ráða í fyrri hálfleik sem setti tóninn. Við vorum í engum rytma, hvorki sóknarlega né varnarlega og þetta var bara slakt,“ segir Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Haukar settu niður fjóra þrista í röð í upphafi annars leikhluta sem virtist slökkva á KR-ingum. Helgi Már segir það ekki eiga að skipta máli og að KR-ingar hafi átt að halda haus. „Það er auðvitað erfitt þegar þeir hitta og við áttum kannski fá svör við Giga sem var bara frábær hérna í kvöld og fór illa með okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða, en einhverjir þristar til eða frá eiga ekki að skipta máli, við eigum að stjórna því sem við stjórnum sem er ákefð og kraftur og við getum ekki lufsast niður af því að menn hitta einhverjum þristum,“ segir Helgi. Fleira kemur fram í viðtalinu við hann sem má sjá í heild sinni að ofan. Subway-deild karla KR Haukar Körfubolti
Haukar viðhéldu fullkominni byrjun sinni í Subway-deild karla með öruggum 108-83 sigri á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Haukar eru með fullt hús stiga en KR er stigalaust. Haukar hófu leikinn kröftuglega þar sem Litáinn Norbertas Giga fór fyrir liðinu og raðaði inn stigum í upphafi leiks. Góðir endir Hauka á fyrsta leikhluta, þar sem þeir skoruðu átta stig í röð, þýddi að þeir voru með sjö stiga forystu að honum loknum, 24-17. Í upphafi annars leikhluta buðu Haukar svo upp á þriggja stiga sýningu. Þeir settu niður fyrstu fjögur skot sín í leikhlutanum, sem öll komu fyrir utan þriggja stiga línuna, skoruðu því 12 stig gegn fjórum stigum frá KR og komust 39-21 yfir. Þaðan var ekki aftur snúið. KR átti sín áhlaup en aldrei beit á Hauka sem svöruðu sífellt fyrir sig. KR gekk illa sóknarlega, skotnýting þeirra slök og þá voru þeir oft á tíðum hægir til baka og þurftu Haukar einfaldlega að hafa miklu minna fyrir sínum stigum en KR. Það virtist ekki sjá á Haukum að Kaninn þeirra væri fjarverandi og menn stigu upp, þeir fengu framlag víða að og líkt og áður segir, svöruðu þeir hverju áhlaupi KR og drápu hverja einustu vonarglætu þeirra ýmist með þriggja stiga skoti eða með því að finna Giga í yfirburðastöðu gegn lægri manni undir körfunni. Að endingu var 25 stiga Hauka niðurstaðan, sem var síst og stór. Haukar eru því með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en KR leitar enn síns fyrsta sigurs eftir sístu frammistöðu sína í deildinni til þessa. Af hverju unnu Haukar? Þeir sendu tóninn snemma leiks og kaffærðu KR með þristum í upphafi annars leikhluta. Þeir vörðust vel og brutu oft upp sóknarleik KR-liðs sem hefur ekki skotið eins illa á tímabilinu til þessa. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga er Haukum afar mikilvægur og gekk frá Jordan Semple í KR-liðinu í kvöld. Hann skoraði 30 stig, var með 65 prósent nýtingu (þar af 100 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum, fjögur af fjórum fóru niður), tók 13 fráköst og fiskaði sex villur í leiknum. Hilmar Smári Henningsson var litlu síðri með 22 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolnar bolta. Framlagið var víða frá Haukum þar sem Orri Gunnarsson skoraði 15 stig, Róbert Sigurðsson 14 og Daniel Mortensen 11. Gígantískur Norbertas Giga.Vísir/Diego Hvað mátti fara betur? Það er erfitt að taka ekki meira og minna allt KR-liðið til. Jordan Semple átti erfitt með að eiga við Giga og átti afar erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna. Giga var farinn að öskra á hann í hvert skipti fyrir utan "Skjóttu!" og flest hans skot þaðan voru opin en aðeins eitt af sjö fóru niður. Michael Mallory er vorkunn þar sem hann er meiddur en hann skoraði aðeins fjögur stig með 50 prósent nýtingu - hann skilaði þó 10 stoðsendingum haltrandi um völlinn. Dagur Kár Jónsson var þá aðeins með níu stig og 23 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Bæði lið verða í eldlínunni á föstudaginn í næstu viku. KR fer til Þorlákshafnar og mætir Þór í fyrri leik föstudagskvöldsins og í þeim síðari taka Haukar á móti Íslandsmeisturum Vals í Ólafssal. Maté: „Vildum eiga fyrsta höggið“ „Eigum við ekki bara að vera ánægðir með þetta, segir Maté Dalmay, þjálfari Hauka eftir leik. Við vissum að KR er að stokka upp í liðinu og það eru allskonar sögusagnir um hverjir eru að koma eða fara og það er bara mjög erfitt að spila þegar það er verið að stokka upp í liðinu svo við vildum eiga fyrsta höggið og eiga það snemma,“ Það náðist þungt högg snemma og Haukar litu aldrei um öxl. „Við fórum svolítið yfir sóknarleikinn okkar eftir bikarleikinn á Króknum og við erum núna þegar Ameríkaninn okkar er frá þá erum við kannski ekki með rosa marga sem upp á sitt einsdæmi brjóta niður varnir. Við erum alveg með einhverja en við þurftum að fara svolítið dýpra í kerfin og leikfræðin og leituðum svolítið í þær lausnir þegar KR reyndi að þrýsta á okkur,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Maté sem má sjá í heild að ofan. Helgi Már: „Átakanlega lélegt af okkar hálfu“ „Þetta var átakanlega lélegt af okkar hálfu fannst mér. Það var bara voðalega mikil deyfð yfir þessu og einstaklingsframtakið fékk að ráða í fyrri hálfleik sem setti tóninn. Við vorum í engum rytma, hvorki sóknarlega né varnarlega og þetta var bara slakt,“ segir Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Haukar settu niður fjóra þrista í röð í upphafi annars leikhluta sem virtist slökkva á KR-ingum. Helgi Már segir það ekki eiga að skipta máli og að KR-ingar hafi átt að halda haus. „Það er auðvitað erfitt þegar þeir hitta og við áttum kannski fá svör við Giga sem var bara frábær hérna í kvöld og fór illa með okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða, en einhverjir þristar til eða frá eiga ekki að skipta máli, við eigum að stjórna því sem við stjórnum sem er ákefð og kraftur og við getum ekki lufsast niður af því að menn hitta einhverjum þristum,“ segir Helgi. Fleira kemur fram í viðtalinu við hann sem má sjá í heild sinni að ofan.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum