Viðskipti innlent

Nýr fram­­kvæmda­­stjóri Sæ­­ferða kynntur til leiks

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Sæferða.
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Sæferða. Heimasíða Sæferða, Vísir/Sigurjón Ólason

Nýr framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi hefur verið ráðinn en það er hún Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Jóhanna tekur við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2015.

Með fram starfi sínu sem framkvæmdastjóri Sæferða mun Jóhanna sinna stöðu svæðisstjóra Eimskips á Vestfjörðum en hún hefur gengt þeirri stöðu síðan fyrr á þessu ári. Hún er með B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Áður starfaði Jóhanna hjá fiskeldisfyrirtækinu Hábrún og er hún því sögð vera Vestfjörðum vel kunnug.

Í tilkynningu Sæferða er lögð áhersla á að mikil ánægja ríki með það að fá Jóhönnu í starfið en siglingar ferjunnar Baldurs sú mikilvægar almenningssamgöngum á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×