Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:43 Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mynd Hubble af Stöplunum vakti heimsathygli þegar hún var fyrst birt árið 1995. Þeir eru hlutfallslega litlir angar af Arnarþokunni í um 6.500 ljósara fjarlægð frá jörðinni og voru kenndir við sköpun vegna þess að í gasskýinu eru að myndast nýjar stjörnur og sólkerfi. Stöplarnir eru engu að síður risavaxnir, fleiri ljósár að lengd, og eru upplýstir af sterku útfjólubláu ljósi sem tröllvaxnar stjörnur í nærliggjandi stjörnuþyrpingu gefa frá sér, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Ó mæ vá! Ný mynd af Stöplum sköpunarinnar í Arnarþokunni með gullauga Webb geimsjónaukans. Þarna er fæðast stjörnur í 6500 ljósára fjarlægð frá okkur. Hver stöpull geymir nokkur sólkerfi í mótun. Sterkir vindar og geislun móta skýið.Finnst ykkur þetta ekki gullfallegt? pic.twitter.com/0YwPoouJTI— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 19, 2022 Geimstofnanirnar þrjár sem standa að James Webb-sjónaukanum birtu mynd hans af Stöplum sköpunarinnar í dag. Ólíkt Hubble sem er fyrst og fremst næmur fyrir sýnilegu ljósi drakk James Webb í sig nærinnrautt ljós stjörnuþokunnar. Á henni sést aragrúi stjarna innan um hálfgegnsætt gas og ryk stöplanna. Þar sjást meðal annars rauðleitar frumstjörnur þar sem gasið hefur þést nægilega undan eigin þyngdarkrafti til þess að það byrji að hitna og skína. Í tilkynningu á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA kemur fram að nýja myndin muni hjálpa stjörnufræðingum að fága líkön sín um stjörnumyndun þar sem þeir geta nú talið stjörnurnar og mælt magn gass og ryks með meiri nákvæmni en áður. Stöplar sköpunarinnar í Arnarþokunni, ein frægasta ljósmynd Hubble.VÍSIR/ESA
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira