Viðskipti innlent

Helgi og Helga í gervi­greindar­teymi Tra­vels­hift

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Ingimundardóttir og Helgi Páll Helgason.
Helga Ingimundardóttir og Helgi Páll Helgason. Mynd/Bent Marinósson

Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research).

Í tilkynningu kemur fram að Helgi Páll hafi lokið doktorsprófi í almennri gervigreind frá Háskóla Reykjavíkur árið 2013.

„Þá lauk hann B.Sc. og M.Sc. í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Helgi Páll hefur mjög víðtæka reynslu á sviði gervigreindar og hugbúnaðarþróunar. Hann starfaði síðast sem CTO hjá Activity Stream og þar áður hjá Vodafone og Kaupþingi.

Störf Helga Páls hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann hlaut “Kurzweil Best AGI Idea” verðlaunin á AGI ráðstefnunni árið 2012. Jafnframt hlaut Activity Stream viðurkenninguna “Best AI/Machine Learning Startup” frá Nordic Startup Awards árin 2018 og 2019 undir stjórn Helga,“ segir í tilkynningunni.

Um Helgu segir að hún hafi lokið doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016.

„Þá lauk hún B.Sc.í stærðfræði við Háskóla Íslands árið 2008 og M.Sc. í reikniverkfræði árið 2010. Undanfarin ár hefur Helga starfað sem gagnasérfræðingur hjá CCP Games og vísindakona hjá raðgreiningardeild Íslenskrar erfðagreiningar.“

Travelshift bar áður nafnið Guide to Iceland en nafninu var breytt fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×