Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2022 21:01 Díana og Guðbjörg en hún er elsti núlifandi Sunnlendingurinn, 103 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg. Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið, sem hefur fengið nafnið Móberg stendur við hliðina á sjúkrahúsinu á Selfossi. Heimilið er byggt í hring og var engu sparað við byggingu þess en ríkið og sveitarfélögin á svæðinu kosta bygginguna. Fyrstu íbúarnir eru ný fluttir inn en fimm tólf manna deildir verða á heimilinu og munu íbúar flytja inn á þær smátt og smátt næstu vikurnar. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tók tappa úr kampavínsflösku og skálað við tvo af fyrstu heimilismönnunum, sem fluttu inn í Móberg. „Heyrðu, nú erum við bara að skála fyrir þessu dásamlega húsi, sem við erum komin inn í. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að skála þá er það í dag,“ segir Díana kampakát. „Það eru búnar að vera miklar tafir hérna í framkvæmdum og loksins er rekstrarleyfið er komið í hús og fólkið er að streyma hérna inn. Hérna ætlum við að búa, sem heimilisfólk og hafa það gott, hérna verður alltaf fjör og stemming, ekki spurning,“ bætir Díana við. Nýja heimilið, sem er byggt í hring er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvert herbergi er 25 fermetrar á stærð með öllum þægindum, enda er heimilisfólkið í skýjunum með nýju vistaverur sínar. „Þetta eru bara svítur, ekkert annað, þetta er alveg meiriháttar. Hér á eftir að fara vel um mig, hér er ég komin á góðan stað, mjög góðan,“ segir Gestur Sigfús Halldórsson, íbúi á Móbergi, alsæll með aðstöðuna sína. Ölver Bjarnason er líka nýr íbúi á Móbergi. „Ég er á svítu, ekki spurning“, segir Ölver. Gestur (t.h.) og Ölver eru mjög sælir og glaðir að vera komnir á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðbjörg Eiríksdóttir frá Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er elsti núlifandi íbúi Suðurlands, 103 ára. Hún er flutt inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Mér líst bara vel á mig, það þýðir ekkert annað. Ég er nú orðin óttalega gömul. Þetta er mjög fallegt heimili, ég taldi að ég kæmist aldrei alla leið hingað en það hafðist og þetta er fínasta heimili. En þetta er svolítið skrítið að vera að lifa svona lengi,“ segir Guðbjörg.
Árborg Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira