Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 08:31 Þorleifur Þorleifsson fagnaði sigri með því að bíta í gullpeninginn. Fésbókin/Bakgarður Náttúruhlaupa Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. Bakgarðshlaupið fer þannig fram að keppendur fá klukkutíma til að hlaupa einn hring á brautinni sem var 6,7 kílómetrar. Hver keppandi reynir svo að hlaupa eins marga hringi og hann getur en fellur úr leik ef hann fer yfir klukkutímamarkið á hring. Þorleifur kláraði 37 hringi eða samtals 247,9 kílómetra. Hann fagnaði sigri eftir að hafa hlaupið samfellt frá klukkan tólf á hádegi á laugardegi til klukkan eitt aðfaranótt mánudagsins. Hann hafði betur gegn Mari Järsk sem lenti í öðru sæti og vann sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í bakgarðshlaupum á næsta ári. „Mér líður bara mjög vel. Ég náði að sofa svona í fjóra tíma í nótt, vaknaði hálf níu og var bara nokkuð hress. Sofnaði síðan aftur eftir hádegi og fíla mig bara mjög vel núna. Ég er smá þreyttur en skrokkurinn er alveg fínn,“ sagði Þorleifur Þorleifsson í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar tvö. „Ég var sjálfur búinn að setja mér það markmið að klára alla vega tvo sólarhringa og langaði að ná fimmtíu hringjum. Ég held að ég hefði alltaf náð því en svo veit maður aldrei. Mér leið mjög vel enn þá,“ sagði Þorleifur. „Erfiðasta var að það var að byrja að kólna þegar hún [Mari Järsk] dettur út. Ég fann alveg að ég var að stirna upp akkúrat þá en leið í rauninni alveg mjög vel,“ sagði Þorleifur en hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur samfellt í 37 klukkustundir. „Bara allt. Í rauninni er hausinn út um allt allan tímann en svo líður þetta svo ótrúlega hratt. Þetta er sami hringur og leiðin verður hálfgerður vani. Þú ert því svolítið að hugsa: Á ég að skipta um skó í næsta hléi og byrjar því að hugsa mikið þannig. Tíminn líður ótrúlega. Svo hlustar maður á einhverja tónlist og það er því allt og ekkert sem maður hugsar um,“ sagði Þorleifur. Þá má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum stendur enn yfir því í morgun voru enn sextán manns að hlaupa þegar 69 klukkutímar voru liðnir síðan keppnin fór af stað. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Bakgarðshlaupið fer þannig fram að keppendur fá klukkutíma til að hlaupa einn hring á brautinni sem var 6,7 kílómetrar. Hver keppandi reynir svo að hlaupa eins marga hringi og hann getur en fellur úr leik ef hann fer yfir klukkutímamarkið á hring. Þorleifur kláraði 37 hringi eða samtals 247,9 kílómetra. Hann fagnaði sigri eftir að hafa hlaupið samfellt frá klukkan tólf á hádegi á laugardegi til klukkan eitt aðfaranótt mánudagsins. Hann hafði betur gegn Mari Järsk sem lenti í öðru sæti og vann sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í bakgarðshlaupum á næsta ári. „Mér líður bara mjög vel. Ég náði að sofa svona í fjóra tíma í nótt, vaknaði hálf níu og var bara nokkuð hress. Sofnaði síðan aftur eftir hádegi og fíla mig bara mjög vel núna. Ég er smá þreyttur en skrokkurinn er alveg fínn,“ sagði Þorleifur Þorleifsson í viðtali við Val Pál Eiríksson í íþróttafréttum Stöðvar tvö. „Ég var sjálfur búinn að setja mér það markmið að klára alla vega tvo sólarhringa og langaði að ná fimmtíu hringjum. Ég held að ég hefði alltaf náð því en svo veit maður aldrei. Mér leið mjög vel enn þá,“ sagði Þorleifur. „Erfiðasta var að það var að byrja að kólna þegar hún [Mari Järsk] dettur út. Ég fann alveg að ég var að stirna upp akkúrat þá en leið í rauninni alveg mjög vel,“ sagði Þorleifur en hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur samfellt í 37 klukkustundir. „Bara allt. Í rauninni er hausinn út um allt allan tímann en svo líður þetta svo ótrúlega hratt. Þetta er sami hringur og leiðin verður hálfgerður vani. Þú ert því svolítið að hugsa: Á ég að skipta um skó í næsta hléi og byrjar því að hugsa mikið þannig. Tíminn líður ótrúlega. Svo hlustar maður á einhverja tónlist og það er því allt og ekkert sem maður hugsar um,“ sagði Þorleifur. Þá má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum stendur enn yfir því í morgun voru enn sextán manns að hlaupa þegar 69 klukkutímar voru liðnir síðan keppnin fór af stað.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39
Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44