Innlent

Dregur úr virkni og ferða­banni af­létt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kötluhellir. Búið er aðflétta tímabunni banni við ferðir í íshellana í Kötlujökli.
Kötluhellir. Búið er aðflétta tímabunni banni við ferðir í íshellana í Kötlujökli. Vísir/RAX

Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar þar sem segir að gasmælingar í dag gefi ekki tilefni til áframhaldandi lokunar.

Í gær mældust tveir skjálftar yfir þremur að stærð í Mýrdalsjökli, báðir þann 16.október. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Sá stærri mældist rétt fyrir hádegi og reyndist 3,8 að stærð.

Grannt er fylgst með eldstöðinni Kötlu og var ákveðið að setja tímabundið bann á ferðir í vinsæla íshella í Kötlujökli.

Ástæða lokunarinnar var sú að ekki var talið útilokað að hlaup gæti hafist í Múlakvísl, en skammur viðbragðstími er mögulega fyrir hendi ef slíkt gerist.

Kötluhellir er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamannaVísir/RAX

Í færslu á vef lögreglunnar segir að svæðið sé áfram í vöktun og brugðist verði fljótt við verði breyting á aðstæðum eða skjálftavirkni.

Er ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þó bent á að skynsamlegt sé að útbúa leiðsögumenn með gasmælum. Þá sé mikilvægt að hópar séu reiðubúnir til að yfirgefa svæðið strax ef mælingar breytast.


Tengdar fréttir

Skjálfta­hrina hafin í Mýr­dals­jökli

Skjálftahrina er hafin í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar yfir 2 að stærð hafa orðið í austanverðri öskju Mýrdalsjökul síðan um hádegisbil. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,8 að stærð.

Drekagler er glæsilegur íshellir í Kötlujökli

Íshellir í Kötlujökli í nágrenni Víkur í Mýrdal er magnað náttúrufyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum ferðamönnum. Ragnar Axelsson, RAX, gerði sér ferð í hellinn í vikunni og myndaði í bak og fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×