Guardiola virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af: „Þetta er Anfield“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 20:00 Pep var ekki sáttur. EPA-EFE/PETER POWELL Pep Guardiola var virkilega ósáttur með markið sem var dæmt af liði hans í 1-0 tapi Manchester City gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden skoraði snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af. Mohamed Salah skoraði síðar í leiknum það sem reyndist sigurmarkið. Pep ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og ljóst var að hann var ekki ánægður með frammistöðu Anthony Taylor dómara í dag. Hann hrósaði þó liði sínu fyrir spilamennsku þess í leiknum. „Hvernig við spiluðum, frammistaðan í dag, hugrekkið sem við sýndum: Það var frábært. Eins og svo oft áður þá enda hlutirnir svona hér. Þeir öskra og við þurfum að öskra meira, þeir hlaupa og við þurfum að hlaupa meira. Annars er það ómögulegt en okkur tókst það. Á endanum er þetta fótbolti,“ sagði Spánverjinn að leik loknum. Um markið sem dæmt var af „Þetta er Anfield. Dómarinn ræddi við mig og aðstoðarmenn mína fyrir leik og sagði að hann myndi ekki dæma nema það væri augljóst brot. Hann lét leikinn alltaf halda áfram nema þegar við skoruðum, þá var leiknum ekki leyft að halda áfram,“ sagði Pep en í rauninni var leiknum leyft að halda áfram. Taylor dæmdi svo markið af eftir að sjá það aftur í VAR-sjánni. „Þegar ég kem hingað þá stendur „Þetta er Anfield.“ Í mörg ár hef ég komið hingað. Við töpuðum vegna þess að við gerðum mistök gegn frábæru liði. En í dag var það alltaf „spilið áfram“ nema þegar við skorum, þá var ekki spilað áfram. Það er sannleikurinn, það er raunveruleikurinn.“ Að lokum var Pep spurður út í smápeningana sem var hent í áttina að honum úr stúkunni. „Þeir munu standa sig betur næst, þeir hittu mig ekki í dag.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira
Pep ræddi við fjölmiðla eftir leikinn og ljóst var að hann var ekki ánægður með frammistöðu Anthony Taylor dómara í dag. Hann hrósaði þó liði sínu fyrir spilamennsku þess í leiknum. „Hvernig við spiluðum, frammistaðan í dag, hugrekkið sem við sýndum: Það var frábært. Eins og svo oft áður þá enda hlutirnir svona hér. Þeir öskra og við þurfum að öskra meira, þeir hlaupa og við þurfum að hlaupa meira. Annars er það ómögulegt en okkur tókst það. Á endanum er þetta fótbolti,“ sagði Spánverjinn að leik loknum. Um markið sem dæmt var af „Þetta er Anfield. Dómarinn ræddi við mig og aðstoðarmenn mína fyrir leik og sagði að hann myndi ekki dæma nema það væri augljóst brot. Hann lét leikinn alltaf halda áfram nema þegar við skoruðum, þá var leiknum ekki leyft að halda áfram,“ sagði Pep en í rauninni var leiknum leyft að halda áfram. Taylor dæmdi svo markið af eftir að sjá það aftur í VAR-sjánni. „Þegar ég kem hingað þá stendur „Þetta er Anfield.“ Í mörg ár hef ég komið hingað. Við töpuðum vegna þess að við gerðum mistök gegn frábæru liði. En í dag var það alltaf „spilið áfram“ nema þegar við skorum, þá var ekki spilað áfram. Það er sannleikurinn, það er raunveruleikurinn.“ Að lokum var Pep spurður út í smápeningana sem var hent í áttina að honum úr stúkunni. „Þeir munu standa sig betur næst, þeir hittu mig ekki í dag.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Sjá meira
Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. 16. október 2022 19:31