Lewandowski bjargaði Meistaradeildar vonum Barcelona Atli Arason skrifar 12. október 2022 21:15 Lewandowski reimar á sig markaskónna í jafnteflinu gegn Inter. Getty Images Spænska stórveldið Barcelona var úr nánast úr leik í Meistaradeild Evrópu þangað til Robert Lewandowski kom til bjargar með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Inter. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 40. mínútu en Nicolo Barella og Lautaro Martinez gerðu sitthvort markið fyrir Inter snemma í síðari hálfleik og allt stefndi í sigur Inter þangað til Robert Lewandowski jafnaði leikinn í 2-2 á 82. mínútu. Robin Gosens skoraði fimmta mark leiksins og þriðja mark Inter á 89. mínútu og aftur leit allt út fyrir að Barcelona væri á leiðinni úr leik. Lewandowski var þó ekki á þeim buxunum og skoraði öðru sinni á 92. mínútu með sínu 90. marki í Meistaradeildinni og tryggði Barcelona um leið 3-3 jafntefli, ásamt auka líf í Meistaradeildinni. Barcelona er nú í þriðja sæti C-riðls með fjögur stig, þremur stigum á eftir Inter sem situr í öðru sæti með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir. Bayern München er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga en Bayern vann 2-4 útisigur á Viktoria Plzen á sama tíma í kvöld. Sadio Mane, Thomas Müller og Leon Goretzka gerðu mörk Bayern í fyrri hálfleik en sá síðast nefndi skoraði tvö. Adam Vlkanova og Jan Kliment minnkuðu muninn fyrir Plzen með sitthvoru marki í síðari hálfleik og loktölur urðu 2-4. Viktoria Plzen er í neðsta sæti C-riðils án stiga. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Spænska stórveldið Barcelona var úr nánast úr leik í Meistaradeild Evrópu þangað til Robert Lewandowski kom til bjargar með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Inter. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 40. mínútu en Nicolo Barella og Lautaro Martinez gerðu sitthvort markið fyrir Inter snemma í síðari hálfleik og allt stefndi í sigur Inter þangað til Robert Lewandowski jafnaði leikinn í 2-2 á 82. mínútu. Robin Gosens skoraði fimmta mark leiksins og þriðja mark Inter á 89. mínútu og aftur leit allt út fyrir að Barcelona væri á leiðinni úr leik. Lewandowski var þó ekki á þeim buxunum og skoraði öðru sinni á 92. mínútu með sínu 90. marki í Meistaradeildinni og tryggði Barcelona um leið 3-3 jafntefli, ásamt auka líf í Meistaradeildinni. Barcelona er nú í þriðja sæti C-riðls með fjögur stig, þremur stigum á eftir Inter sem situr í öðru sæti með sjö stig þegar tvær umferðir eru eftir. Bayern München er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga en Bayern vann 2-4 útisigur á Viktoria Plzen á sama tíma í kvöld. Sadio Mane, Thomas Müller og Leon Goretzka gerðu mörk Bayern í fyrri hálfleik en sá síðast nefndi skoraði tvö. Adam Vlkanova og Jan Kliment minnkuðu muninn fyrir Plzen með sitthvoru marki í síðari hálfleik og loktölur urðu 2-4. Viktoria Plzen er í neðsta sæti C-riðils án stiga.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti