Henry líkir Mbappé við dekraðan krakka: „Eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 10:30 Henry kallar eftir meiri fagmennsku frá Mbappé. Catherine Ivill/Getty Images Fyrrum franski framherjinn Thierry Henry segir landa sinn Kylian Mbappé bera keim af dekruðum krakka sem hafi aldrei verið neitað um neitt. Mbappé er sagður vilja fara frá Paris Saint-Germain aðeins örfáum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning. Samningur Mbappé við Paris Saint-Germain átti að renna út í sumar og hann var mikið orðaður við Real Madríd á Spáni. Hann ákvað hins vegar að vera áfram í frönsku höfuðborginni og mikið var rætt um geigvænleg loforð PSG til framherjans samhliða samningnum. „Þeir lofuðu honum að kaupa nýjan framherja svo hann fengi að sína spila sína bestu stöðu til hliðar við framherjann, að Neymar yrði seldur, að þeir myndu kaupa miðvörð og Mbappé yrði miðpunktur alls. Ekkert af þessu hefur gerst,“ sagði franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Vegna þess að Mbappé fær ekki að spila sína uppáhaldsstöðu er hann því sagður vilja fara frá félaginu en mál hans var til umræðu í Meistaradeildarþætti CBS í gærkvöld þar sem Thierry Henry, goðsögn í frönskum fótbolta, og Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, ræddu Mbappé. Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það „Við vitum að honum líkar ekki við stöðuna. Enginn hefur gaman að því að vera berskjaldaður og spila stöðu sem undirstrikar veikleika manns. En félagið á alltaf að vera stærra en leikmaðurinn. Spurningin er hvort félagið hafi látið honum líða eins og hann sé stærri en liðið,“ segir Henry sem tók þá dæmi af sjálfum sér hjá Barcelona en Henry hafði afrekað töluvert meira en Mbappé þegar hann skipti til spænska stórliðsins árið 2007, þá þrítugur. „Takandi dæmi af sjálfum mér. Mér fannst ekki gaman að spila á kantinum hjá Barcelona. Ég þoldi það ekki. En ég þurfti að gera það fyrir liðið. Ég, með mína 100 plús landsleiki og 51 landsliðsmark, þurfti að fara á vinstri kantinn. Ég heyrði engan segja, vá þvílík fórnfýsi að hann spili á kantinum á meðan aðrir með færri landsleiki og mörk spila frammi,“ „En það var alltaf ein regla: Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það fyrir hag liðsins. Það er ef liðið er að vinna, ef liðið væri að tapa myndi ég skilja gremjuna,“ "There's only one rule, the boss is asking you to do something, you do it for the good of the team." "There's too much ego, too much power for a 24-year-old player."Thierry Henry, @Carra23 & @LaurensJulien discuss Kylian Mbappé and reports that he wants to leave PSG. pic.twitter.com/2tVzg8fx4z— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 11, 2022 Of mikið egó og of mikil völd Carragher talar þá um loforðin sem Mbappé voru gerð þar sem virtist sem svo að honum væri gefin völd sem enginn leikmaður á að hafa. „Tilfinningin mín í sumar var ekki aðeins að Mbappé væri gerður að stjörnu liðsins heldur var nánast eins og hann væri orðinn yfirmaður knattspyrnumála. Að hann hefði ákvörðunarrétt þegar kæmi að ráðningu þjálfarans og hvaða leikmenn ætti að kaupa,“ sagði Carragher. „Fyrir mér er eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni,“ sagði Henry þá. „Við elskum öll Mbappé sem leikmann. Hann er ótrúlegur. En það er of mikið egó og völd fyrir 24 ára gamlan leikmann. Eins og Thierry segir, það þarf einhver einfaldlega að segja við hann nei,“ sagði Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Samningur Mbappé við Paris Saint-Germain átti að renna út í sumar og hann var mikið orðaður við Real Madríd á Spáni. Hann ákvað hins vegar að vera áfram í frönsku höfuðborginni og mikið var rætt um geigvænleg loforð PSG til framherjans samhliða samningnum. „Þeir lofuðu honum að kaupa nýjan framherja svo hann fengi að sína spila sína bestu stöðu til hliðar við framherjann, að Neymar yrði seldur, að þeir myndu kaupa miðvörð og Mbappé yrði miðpunktur alls. Ekkert af þessu hefur gerst,“ sagði franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Vegna þess að Mbappé fær ekki að spila sína uppáhaldsstöðu er hann því sagður vilja fara frá félaginu en mál hans var til umræðu í Meistaradeildarþætti CBS í gærkvöld þar sem Thierry Henry, goðsögn í frönskum fótbolta, og Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, ræddu Mbappé. Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það „Við vitum að honum líkar ekki við stöðuna. Enginn hefur gaman að því að vera berskjaldaður og spila stöðu sem undirstrikar veikleika manns. En félagið á alltaf að vera stærra en leikmaðurinn. Spurningin er hvort félagið hafi látið honum líða eins og hann sé stærri en liðið,“ segir Henry sem tók þá dæmi af sjálfum sér hjá Barcelona en Henry hafði afrekað töluvert meira en Mbappé þegar hann skipti til spænska stórliðsins árið 2007, þá þrítugur. „Takandi dæmi af sjálfum mér. Mér fannst ekki gaman að spila á kantinum hjá Barcelona. Ég þoldi það ekki. En ég þurfti að gera það fyrir liðið. Ég, með mína 100 plús landsleiki og 51 landsliðsmark, þurfti að fara á vinstri kantinn. Ég heyrði engan segja, vá þvílík fórnfýsi að hann spili á kantinum á meðan aðrir með færri landsleiki og mörk spila frammi,“ „En það var alltaf ein regla: Ef stjórinn biður þig um að gera eitthvað þá gerir þú það fyrir hag liðsins. Það er ef liðið er að vinna, ef liðið væri að tapa myndi ég skilja gremjuna,“ "There's only one rule, the boss is asking you to do something, you do it for the good of the team." "There's too much ego, too much power for a 24-year-old player."Thierry Henry, @Carra23 & @LaurensJulien discuss Kylian Mbappé and reports that he wants to leave PSG. pic.twitter.com/2tVzg8fx4z— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 11, 2022 Of mikið egó og of mikil völd Carragher talar þá um loforðin sem Mbappé voru gerð þar sem virtist sem svo að honum væri gefin völd sem enginn leikmaður á að hafa. „Tilfinningin mín í sumar var ekki aðeins að Mbappé væri gerður að stjörnu liðsins heldur var nánast eins og hann væri orðinn yfirmaður knattspyrnumála. Að hann hefði ákvörðunarrétt þegar kæmi að ráðningu þjálfarans og hvaða leikmenn ætti að kaupa,“ sagði Carragher. „Fyrir mér er eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni,“ sagði Henry þá. „Við elskum öll Mbappé sem leikmann. Hann er ótrúlegur. En það er of mikið egó og völd fyrir 24 ára gamlan leikmann. Eins og Thierry segir, það þarf einhver einfaldlega að segja við hann nei,“ sagði Carragher. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira