Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 13. október 2022 10:00 Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar