Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Tinni Sveinsson skrifar 12. október 2022 08:00 Birgir, Hildur, Sigurjón, Jón Gunnar og Adam keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59