Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenska landsliðið fagnar vonandi eftir leik í kvöld eins og þær Guðrún Arnardóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu eftir fyrsta mark Íslands á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Sjá meira
„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23