Umfjöllun: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Jón Már Ferro skrifar 7. október 2022 22:29 Marko Coric skoraði fimm mörk fyrir Fram í kvöld. Vísir/Diego Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega tóku heimamenn öll völd. Eftir 20.mínútur tóku gestirnir leikhlé og var staðan þá orðin 14 – 9. Það leikhlé skilaði litlu því heimamenn juku forskot sitt í 6 mörk fyrir hálfleik. Gestirnir fengu fimm sinnum 2ja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik og voru einstaklega klaufalegir í varnarleik sínum. Staðan því 20-14 heimamönnum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Til að byrja með í seinni hálfleik voru Framarar áfram sterkari aðilin en fljótlega fóru gestirnir að saxa á forskot heimamanna. Þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir minnkuðu Valsmenn muninn niður í eitt mark, 27-26. Þeir virtust ætla stela sigrinum en það tóku Framarar ekki í mál og héldu Hlíðarendapiltum frá sér og unnu að lokum í miklum markaleik, 37-34. Af hverju vann Fram? Fyrri hálfleikur heimamanna var stórkoslegur og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Það var einnig alveg ljóst að þeir ætluðu ekki að fá mörg hraðaupphlaup í bakið og hlupu því mjög vel til baka í vörn. Valsmenn voru aftur á móti sjálfum sér verstir. Sóknarleikur þeirra var mjög stirður og fengu mikið af hraðaupphlaupum í bakið. Varnarleikurinn þeirra var einnig klaufalegur. Þeir fengu átta sinnum 2ja mínútna brottvísanir í öllum leiknum á meðan Framarar fengu einungis þrjár. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði hvert markið á fætur öðru og endaði með 10 mörk. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, átti nokkrar mjög mikilvægar markvörslur á lokakaflanum þegar Valsmenn voru að nálgast heimamenn. Hvað gerist næst? Fram fær Gróttu í heimsókn föstudaginn 21.október kl 20:00 hér í Úlfarsárdal. Valur fær ÍR í heimsókn sama dag klukkan 19:30 á Hlíðarenda í Origo höllina. „Fram voru betri og vildu þetta meira“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var alls ekki sáttur með leik sinna manna og sagði þá ekki hafa gert nóg til að vinna leikinn. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal í gærkvöldi og unnu Framarar 37 – 34. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum. Í fyrri leiknum unnu Valsmenn stórsigur. „Það var nú bara sitt lítið af hverju. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega bara slakur. Fram voru betri og vildu þetta meira. Það var miklu meiri kraftur og vilji í þeim. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var mjög óánægður með hann. Við vorum með allt of marga tapaða bolta. Við gerum ekki nægilega mikið til að vinna leikinn.“ Hann vildi ekki fara of náið út í hvað hann var ósáttur með en nefndi sóknarleikinn meðal annars. Slæmur sóknarleikur þeirra hleypti Fram í mörg hraðaupphlaup. „Já fullt. Ég er ekkert að fara of mikið í það hérna. Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur heilt yfir. Fáum á okkur 37 mörk sem er allt of mikið. Ég er mjög óánægður með sóknarleikinn, hvernig við förum í margar lélegar sóknir, sem kosta okkur mörg mörk í bakið.“ Snorri vildi ekki kenna varnarleiknum sjálfum of mikið um þrátt fyrir að þeir hafi fengið 37 mörk á sig. „Mér fannst fimm einn vörnin svo sem ekkert slæm. Svona fljótt á litið þá held ég að þetta sé fyrst og fremst sóknarleikurinn, mörk í bakið og svona hraðaupphlaupin. Við vorum bara slakir þar. Það leiðir eitt af öðru og við förum aðeins að flýta okkur. Menn vilja jafna þetta svolítið fljótt. Úr verður einhver sex marka forysta Fram í hálfleik, sem var bara of stór biti fyrir okkur.“ Næsti leikur Vals er á móti ÍR í Origo höllinni 21. október klukkan 19:30. „Þeir lögðu sig 150% fram“ Þjálfarar Fram, Einar Jónsson (t.v.) ásamt Haraldi Þorvarðarsyni (t.h.) Hulda Margrét Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, var eðlilega mjög sáttur eftir 37 – 34 sigur sinna manna á móti Val. „Bara óbilandi trú og barátta. Við héldum okkar skipulagi, náðum að loka fyrir ákveðna vankanta sem voru í síðasta leik á móti Val varnarlega. Ótrúlega ánægður með strákana. Þeir lögðu sig 150% fram. Það er það sem skóp þennan sigur.“ Hann var mjög sáttur með fyrri hálfleik sinna manna, enda fóru þeir með sex stiga forystu í hálfleik. „Vörnin var bara frábær, við keyrðum á þá og fengum fullt af mörkum í seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Mig minnir það. Sóknarleikurinn líka frábær. Við vorum að skapa okkur færi trekk í trekk. Vorum að sækja utanvert á þá. Það gekk fullkomlega upp eiginlega.“ Það hefur verið rætt mikið í upphafi tímabils hve hratt Valsmenn keyra í bakið á andstæðinginn. Fram kom í veg fyrir það í þessum leik. „Já, það er búið að vera tönglast á því að ef þú spilar á móti Val. Þeir hlaupa, þá þarftu annaðhvort að hlaupa með eða taka 'júggan' á þetta og reyna drepa leikinn niður. Við ákváðum að hlaupa með og það tókst. Það sýnir náttúrulega bara hvar við erum staddir. Við erum allir að koma til allavega.“ Þeir lögðu sérstaka áherslu á það í aðdraganda leiksins að hlaupa með Valsmönnum. „Já við ætluðum bara að hlaupa með. Við ætluðum bara að ´gönna´ á þá. Það var svo sem planið líka fyrir síðasta leik.“ Það var mikil spenna og barátta á milli liðanna allan leikinn. Valsmenn fengu því til sönnunar átta sinnum tveggja mínútna brottvísun. „Við vorum í góðri stöðu, þá koma þeir með áhlaup. Það er ekkert á hverjum degi sem að lið vinnur Val. Þannig að þegar þeir minnkuðu muninn þá kom smá svona spenningur í þetta hjá mönnum. Við sýndum gríðarlegan karakter að klára þetta. Mér fannst þetta nokkuð öruggt í lokin.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, átti nokkrar mjög mikilvægar markvörslur í lokin þegar Valsmenn voru nálægt því að jafna leikinn. Haraldur nýtti tækifærið, þegar hann var spurður út í Lárus, og hrósaði markmannsteymi liðsins. „Við erum bara með tvo góða markmenn. Þrjá í rauninni, tvo góða í dag. Sem við treystum fullkomlega báðum. Við erum með markmannsþjálfar sem stjórnar þessum skiptingum, af því að við hinir höfum lítið vit á markvörslu.“ Næsti leikur Fram er á móti Gróttu í Úlfarsárdal föstudaginn 21. október. Fram Valur Olís-deild karla Handbolti
Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega tóku heimamenn öll völd. Eftir 20.mínútur tóku gestirnir leikhlé og var staðan þá orðin 14 – 9. Það leikhlé skilaði litlu því heimamenn juku forskot sitt í 6 mörk fyrir hálfleik. Gestirnir fengu fimm sinnum 2ja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik og voru einstaklega klaufalegir í varnarleik sínum. Staðan því 20-14 heimamönnum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Til að byrja með í seinni hálfleik voru Framarar áfram sterkari aðilin en fljótlega fóru gestirnir að saxa á forskot heimamanna. Þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir minnkuðu Valsmenn muninn niður í eitt mark, 27-26. Þeir virtust ætla stela sigrinum en það tóku Framarar ekki í mál og héldu Hlíðarendapiltum frá sér og unnu að lokum í miklum markaleik, 37-34. Af hverju vann Fram? Fyrri hálfleikur heimamanna var stórkoslegur og þá sérstaklega sóknarleikurinn. Það var einnig alveg ljóst að þeir ætluðu ekki að fá mörg hraðaupphlaup í bakið og hlupu því mjög vel til baka í vörn. Valsmenn voru aftur á móti sjálfum sér verstir. Sóknarleikur þeirra var mjög stirður og fengu mikið af hraðaupphlaupum í bakið. Varnarleikurinn þeirra var einnig klaufalegur. Þeir fengu átta sinnum 2ja mínútna brottvísanir í öllum leiknum á meðan Framarar fengu einungis þrjár. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði hvert markið á fætur öðru og endaði með 10 mörk. Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, átti nokkrar mjög mikilvægar markvörslur á lokakaflanum þegar Valsmenn voru að nálgast heimamenn. Hvað gerist næst? Fram fær Gróttu í heimsókn föstudaginn 21.október kl 20:00 hér í Úlfarsárdal. Valur fær ÍR í heimsókn sama dag klukkan 19:30 á Hlíðarenda í Origo höllina. „Fram voru betri og vildu þetta meira“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var alls ekki sáttur með leik sinna manna og sagði þá ekki hafa gert nóg til að vinna leikinn. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal í gærkvöldi og unnu Framarar 37 – 34. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum. Í fyrri leiknum unnu Valsmenn stórsigur. „Það var nú bara sitt lítið af hverju. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega bara slakur. Fram voru betri og vildu þetta meira. Það var miklu meiri kraftur og vilji í þeim. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var mjög óánægður með hann. Við vorum með allt of marga tapaða bolta. Við gerum ekki nægilega mikið til að vinna leikinn.“ Hann vildi ekki fara of náið út í hvað hann var ósáttur með en nefndi sóknarleikinn meðal annars. Slæmur sóknarleikur þeirra hleypti Fram í mörg hraðaupphlaup. „Já fullt. Ég er ekkert að fara of mikið í það hérna. Þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur heilt yfir. Fáum á okkur 37 mörk sem er allt of mikið. Ég er mjög óánægður með sóknarleikinn, hvernig við förum í margar lélegar sóknir, sem kosta okkur mörg mörk í bakið.“ Snorri vildi ekki kenna varnarleiknum sjálfum of mikið um þrátt fyrir að þeir hafi fengið 37 mörk á sig. „Mér fannst fimm einn vörnin svo sem ekkert slæm. Svona fljótt á litið þá held ég að þetta sé fyrst og fremst sóknarleikurinn, mörk í bakið og svona hraðaupphlaupin. Við vorum bara slakir þar. Það leiðir eitt af öðru og við förum aðeins að flýta okkur. Menn vilja jafna þetta svolítið fljótt. Úr verður einhver sex marka forysta Fram í hálfleik, sem var bara of stór biti fyrir okkur.“ Næsti leikur Vals er á móti ÍR í Origo höllinni 21. október klukkan 19:30. „Þeir lögðu sig 150% fram“ Þjálfarar Fram, Einar Jónsson (t.v.) ásamt Haraldi Þorvarðarsyni (t.h.) Hulda Margrét Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, var eðlilega mjög sáttur eftir 37 – 34 sigur sinna manna á móti Val. „Bara óbilandi trú og barátta. Við héldum okkar skipulagi, náðum að loka fyrir ákveðna vankanta sem voru í síðasta leik á móti Val varnarlega. Ótrúlega ánægður með strákana. Þeir lögðu sig 150% fram. Það er það sem skóp þennan sigur.“ Hann var mjög sáttur með fyrri hálfleik sinna manna, enda fóru þeir með sex stiga forystu í hálfleik. „Vörnin var bara frábær, við keyrðum á þá og fengum fullt af mörkum í seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Mig minnir það. Sóknarleikurinn líka frábær. Við vorum að skapa okkur færi trekk í trekk. Vorum að sækja utanvert á þá. Það gekk fullkomlega upp eiginlega.“ Það hefur verið rætt mikið í upphafi tímabils hve hratt Valsmenn keyra í bakið á andstæðinginn. Fram kom í veg fyrir það í þessum leik. „Já, það er búið að vera tönglast á því að ef þú spilar á móti Val. Þeir hlaupa, þá þarftu annaðhvort að hlaupa með eða taka 'júggan' á þetta og reyna drepa leikinn niður. Við ákváðum að hlaupa með og það tókst. Það sýnir náttúrulega bara hvar við erum staddir. Við erum allir að koma til allavega.“ Þeir lögðu sérstaka áherslu á það í aðdraganda leiksins að hlaupa með Valsmönnum. „Já við ætluðum bara að hlaupa með. Við ætluðum bara að ´gönna´ á þá. Það var svo sem planið líka fyrir síðasta leik.“ Það var mikil spenna og barátta á milli liðanna allan leikinn. Valsmenn fengu því til sönnunar átta sinnum tveggja mínútna brottvísun. „Við vorum í góðri stöðu, þá koma þeir með áhlaup. Það er ekkert á hverjum degi sem að lið vinnur Val. Þannig að þegar þeir minnkuðu muninn þá kom smá svona spenningur í þetta hjá mönnum. Við sýndum gríðarlegan karakter að klára þetta. Mér fannst þetta nokkuð öruggt í lokin.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, átti nokkrar mjög mikilvægar markvörslur í lokin þegar Valsmenn voru nálægt því að jafna leikinn. Haraldur nýtti tækifærið, þegar hann var spurður út í Lárus, og hrósaði markmannsteymi liðsins. „Við erum bara með tvo góða markmenn. Þrjá í rauninni, tvo góða í dag. Sem við treystum fullkomlega báðum. Við erum með markmannsþjálfar sem stjórnar þessum skiptingum, af því að við hinir höfum lítið vit á markvörslu.“ Næsti leikur Fram er á móti Gróttu í Úlfarsárdal föstudaginn 21. október.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti