LIV-kylfingar fá engin stig á heimslistanum á næstu mótum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2022 23:00 Ástralinn Cameron Smith situr í þriðja sæti heimsleistans í golfi. Jonathan Ferrey/LIV Golf via Getty Images Þeir kylfingar sem yfirgáfu PGA-mótaröðina og Evrópumótaröðina í golfi munu ekki fá nein stig á heimslistann á næstu tveimur mótum sádí-arabísku mótaraðarinnar. Talsmenn LIV-mótaraðarinnar sögðu frá því í gær að mótaröðin hefði komist að samkomulagi við mið-austurlensku- og afrísku mótaröðina, MENA, sem myndi gera kylfingum á LIV kleift að safna stigum á heimslistann á mótum mótaraðarinnar. Opinberi himslistinn í golfi (e. Official World Golf Ranking, OWGR) segist hins vegar ekki hafa fengið næg gögn frá mótaröðinni fyrir mótin sem hún heldur í október og því muni kylfingarnir ekki safna sér neinum stigum. OWGR hefur staðfest að MENA-mótaröðin þurfi að endurskoða fyrirkomulag sitt til að kylfingar á LIV-mótaröðinni geti safnað sér stigum á heimslistanum. LIV-mótaröðin er ekki viðurkennd af OWGR eins og er og því eiga kylfingar á sádí-arabísku mótaröðinni í hættu á því að falla niður heimslistann og þar af leiðandi missa rétt sinn á að taka þátt á risamótum. Þau tvö mót sem verða haldin á vegum LIV-mótaraðarinnar í október fara fram í Bangkok dagana 7.-9. október og í Jeddah viku síðar. LIV-mótaröðin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Talsmenn LIV-mótaraðarinnar sögðu frá því í gær að mótaröðin hefði komist að samkomulagi við mið-austurlensku- og afrísku mótaröðina, MENA, sem myndi gera kylfingum á LIV kleift að safna stigum á heimslistann á mótum mótaraðarinnar. Opinberi himslistinn í golfi (e. Official World Golf Ranking, OWGR) segist hins vegar ekki hafa fengið næg gögn frá mótaröðinni fyrir mótin sem hún heldur í október og því muni kylfingarnir ekki safna sér neinum stigum. OWGR hefur staðfest að MENA-mótaröðin þurfi að endurskoða fyrirkomulag sitt til að kylfingar á LIV-mótaröðinni geti safnað sér stigum á heimslistanum. LIV-mótaröðin er ekki viðurkennd af OWGR eins og er og því eiga kylfingar á sádí-arabísku mótaröðinni í hættu á því að falla niður heimslistann og þar af leiðandi missa rétt sinn á að taka þátt á risamótum. Þau tvö mót sem verða haldin á vegum LIV-mótaraðarinnar í október fara fram í Bangkok dagana 7.-9. október og í Jeddah viku síðar.
LIV-mótaröðin Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira