Hvernig væri samfélagið án kennara? Magnús Þór Jónsson og Jónína Hauksdóttir skrifa 5. október 2022 11:00 Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, miðvikudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara um heim allan og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt innilega til hamingju með daginn fullviss um að þeir eigi góðan dag í starfi sínu með nemendum. Í starfi þar sem kennarar gera sitt allra besta á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða. Markmiðið með deginum er ávallt hið sama. Vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt þeirra og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Því hvernig væri heimurinn án kennara, er hægt að ímynda sér slíkan heim? Hvernig væri samfélagið sem við búum í? Hvað yrði um þróun og framfarir á öllum sviðum því öflugt menntakerfi er forsenda framfara? Hvernig myndum við viðhalda þeirri þekkingu sem við þegar búum yfir? Bæði samfélagið og við kennarar sjálfir þurfum að átta okkur á mikilvægi okkar starfs. Þegar skoðað er hvaða almennu hæfni kennari þarf að ráða yfir má horfa til eftirfarandi þátta: Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af lýsingum á markmiði og hlutverki laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og birtist í aðalnámskrám sem settar eru á grundvelli þeirra. Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda. Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti. Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda. Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli. Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á. Síðast en alls ekki síst hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, taka ábyrgð á eigin starfsþróun og vinna að henni alla starfsævina. Þetta er langur listi með mörgum gildishlöðnum orðum, en þetta er það sem við gerum á hverjum degi með hagsmuni nemenda okkar að leiðarljósi. Á degi kennara höldum við skólamálaþing KÍ þar sem yfirskriftin að þessu sinni er: „Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum“. Hinsegin málefni innan menntakerfisins verða í brennidepli og mikilvægi fjölbreytileikans innan skólanna. Von okkar sem stöndum að þinginu er að það verði stéttinni og skólasamfélaginu hvatning til að gera enn betur í þessum efnum. Á síðustu árum hefur kennarastéttin verið tilgreind sem hluti framlínustarfa samfélagsins. Kennarar stóðu vaktina í gegnum Covid-19 faraldurinn á aðdáunarverðan hátt og stóðu bæði vörð um nám og þroska nemenda við afar krefjandi aðstæður. Á degi kennarans fögnum við starfinu sem við vinnum með skjólstæðingum okkar, hvort sem starfsvettvangurinn er leik-, grunn-, tónlistar- eða framhaldsskólinn og hefjum gildi okkar um að vinna samfélaginu okkar það gagn sem við höfum unnið í gegnum aldirnar. Til hamingju íslenskir kennarar og íslenskt samfélag með Alþjóðadag kennara! Höfundar eru formaður og varaformaður Kennarasambands Íslands
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun