MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 22:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er talskona Stígamóta. Vísir/Arnar Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn. Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, segir að viðbrögð skólastjórnenda hafi verið góð en málið varpi ljósi á stærri spurningar. „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spyr Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði í dag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún segir lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ segir Steinunn.´ Klippa: Vilja ekki mæta nauðgurum á göngunum Hún segir eðlilega kröfu frá brotaþolum að þurfa ekki að mæta meintum gerendum á göngum skólans. „Þetta er auðvitað eitthvað sem við hjá Stígamótum höfum unnið við með brotaþolum í áraraðir. Við höfum setið með fullt af menntaskólastúlkum í viðtalsherbergjum og hjálpað þeim að vinna í gegnum þær tilfinningar sem fylgja kynferðisofbeldinu og síðan því að þurfa að mæta gerandanum trekk í trekk,“ segir Steinunn. Steinunn og fræðslustýra Stígamóta ávörpuðu nemendur í MH í morgun og töluðu þar að auki við kennara skólans. Hún leggur áherslu á að hlustað verði á nemendur og brugðist verði við því sem skólastjórnendum er bent á. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skólastjórnendur – allir – séu núna tilbúnir að svona mál geti komið upp í þeirra skóla hvenær sem er, þannig að verið tilbúin með viðbragðsáætlanir,“ segir Steinunn.
Framhaldsskólar MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 4. október 2022 12:00