Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:30 Eyjafjallajökull og José Mourinho lögðu stein í götu Barcelona fyrir tólf árum. vísir/getty Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira