Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 08:01 Erling Haaland og Jack Grealish fagna einu af mörkunum þremur sem Norðmaðurinn skoraði í gær. Getty/Michael Regan „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51