Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 3-0 | Þriggja marka Eyjasigur á föllnum Mosfellingum Einar Kárason skrifar 1. október 2022 13:16 Olga Sevcova skoraði tvö í dag. vísir/bára Afturelding kvaddi Bestu deildina í bili með tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í lokaumferð deildarinnar. ÍBV vann sannfærandi þriggja marka sigur í rokinu og rigningunni á Hásteinsvelli. Mosfellingar voru fallnir fyrir lokaumferðina svo þær höfðu engu að tapa. Gestirnir byrjuðu leikinn á hápressu og mikilli ákefð en fyrstu tíu mínútur leiksins fóru að mestu fram á vallarhelmingi ÍBV. Völlurinn var blautur og þungur og létu færin á sér standa í upphafi leiks. Fyrsta skot leiksins leit dagsins ljós á elleftu mínútu þegar Ameera Hussain skaut að marki fyrir utan teig en boltinn beint í hendur Evu Ýrar Helgadóttur. Það leið ekki á löngu þar til næsta tækifæri gafst þegar boltinn barst inni í teig gestanna á áðurnefnda Ameeru. Ameera lagði boltann út í teiginn á Olgu Sevcova sem kom á ferðinni og setti boltann í netið af stuttu færi. Við markið færðist töluvert líf í Eyjaliðið sem tók öll völd á vellinum. Þrátt fyrir mörg ágætis tækifæri og skottilraunir tókst ÍBV ekki að auka forskot sitt en gestirnir áttu sitt fyrsta alvöru tækifæri stuttu fyrir hálfleik. Hildur Karítas Gunnarsdóttir átti þá langa, háa sendingu inn í teig ÍBV en Kristín Þóra Birgisdóttir skallaði boltann yfir úr kjörstöðu. Fjörið fyrir hálfleik var þó ekki búið en á lokamínútu hálfleiksins fékk Viktorija Zaicikova boltann úti hægra megin og sendi inn í teig. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en Ameera Hussain skoraði úr markteig. ÍBV þannig búið að tvöfalda forskot sitt og hálfleiksræða gestanna erfiðari fyrir vikið. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði en heimastúlkur sóttu látlaust á upphafsmínútunum. ÍBV var nálægt því að bæta við marki þegar hálfleikurinn var enn mjög ungur þegar boltinn fór af varnarmanni gestanna og virtist vera á leið inn fyrir marklínu. Eva Ýr gerði hinsvegar virkilega vel í að krafsa boltann af línunni og bjarga þannig marki. Eftir klukkustundarleik leit þriðja markið þó dagsins ljós. Ameera keyrði upp völlinn og fann Olgu með góðri sendingu milli varnarmanna. Olga setti boltann yfir á hægri fótinn og lagði hann snyrtilega framhjá Evu, stöngin inn. Yfirburðir ÍBV héldu áfram og fengu þær aragrúa af færum til að bæta við mörkum en Eva Ýr gerði oft á tíðum frábærlega. Afturelding reyndi að eins og þær gátu að koma sér fram á völlinn og rétta stöðuna en áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru færi. Eyrún Vala Harðardóttir fékk líklega þeirra besta færi en skot hennar úr teig varið af Auði Scheving Sigurbjörnsdóttur í marki ÍBV. Það reyndist það síðasta markverða sem gerðist í leiknum og lauk hann því með þriggja marka sigri ÍBV. Af hverju vann ÍBV? Þrátt fyrir fína byrjun Aftureldingar mættu þær ofjarli sínum og eftir fyrsta markið fór mestur vindur úr gestunum. ÍBV skapaði töluvert fleiri færi og hefðu hæglega getað skorað fleiri en þrjú mörk í dag. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova og Ameera Hussain skoruðu mörk ÍBV og áttu þær báðar afbragðsleik. Vörn og miðja gerði vel og gáfu gestunum lítið pláss til að skapa sér færi. Í liði gestanna var Eva Ýr Helgadóttir sú sem stóð upp úr en hún átti nokkrar frábærar vörslur í dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða gekk illa að fóta sig á blautum og þungum vellinum og lítið var um fallegan fótbolta. Liðunum gekk ekkert sérstaklega vel að láta boltann ganga manna á milli. Mosfellingar geta einnig nagað sig í handabökin að hafa ekki haldið einbeitingu undir lok fyrri hálfleiks en annað mark ÍBV undir lokin gerði framhaldið tvöfalt erfiðara. Hvað gerist næst? Liðin halda lokahóf, skella sér í gott frí og hefja svo undirbúning fyrir næsta sumar. Glenn: Þurftum fagmannlega frammistöðu Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm ,,Ég er mjög, mjög ánægður með stelpurnar," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV. ,,Við gerðum vel og stjórnuðum leiknum. Vorum góðar varnarlega en ég var mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik, eins og tímabilið í heildina." ,,Við vissum að það er stundum erfitt að mæta liði sem hefur engu að tapa. Þær mæta bara og gefa allt. Ég sagði við stelpurnar að við þyrftum fagmannlega frammistöðu. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við vörðumst þeim vel í byrjun áður en við tókum svo yfir." ,,Við höfum átt erfitt á köflum og svo mörg augnablik þar sem við höfum þurft að standa saman sem heild. Við höfum náð að komast í gegnum það, skref fyrir skref. Niðurröðunin á tímabilinu gerði okkur erfitt fyrir og hefði mátt mögulega mátt gera betur þar. Ég veit að allir eru að gera sitt besta og KSÍ líka en jákvæðu punktarnir frá tímabilinu standa upp úr. Það er nóg af þeim," sagði Jonathan. Alexander: Vorum kokhraust fyrir tímabilið Alexander Aron.Vísir/Bára Dröfn Alexander Aron Davorsson. þjálfari Aftureldingar, viðurkenndi að það var erfitt að mótivera sínar stelpur fyrir leik dagsins. ,,Þessi leikur gaf það svolítið merki að þetta var svolítið bara fíflagangur. Bara klára tímabilið og allir fái að spila. Það var æfingaleikjabragur á þessum leik. Við höfðum að engu að keppa og það er erfitt að mótivera sig þegar þú bíður eftir að tímabilið endi." ,,Ég held að hvorugt lið hafi náð þremur til fjórum sendingum sínum á milli í dag. Þetta voru yfirleitt langir boltar og við sem þjálfarateymi erum komin lengra en það. Í dag endaði þetta í hundleiðinlegum fótbolta frá báðum liðum." ,,Við hugsum þetta þannig að við náðum að setja sextán ára markmann í markið sem er að spila sinn fyrsta leik og við endum með að nota þrjátíu og fjóra leikmenn í þessum átján leikjum í sumar. Maður getur líka litið jákvætt á hlutina. Við erum bara á þeim stað sem við áttum að vera." ,,Við erum með frábært lið og hóp og fyrir tímabilið vorum við kokhraust um að halda okkur léttilega í deildinni en okkur vantar sjö til átta byrjunarliðsmenn í fyrstu tíu til tólf leikjunum. Það er ótrúlega erfitt fyrir hvaða lið sem er, en þeir leikmenn sem komu í staðinn eru allar búnar að taka pláss og eru orðnar hörkuleikmenn. Við erum með stóran og góðan hóp get ég sagt þér." Besta deild kvenna ÍBV Afturelding Fótbolti
Afturelding kvaddi Bestu deildina í bili með tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í lokaumferð deildarinnar. ÍBV vann sannfærandi þriggja marka sigur í rokinu og rigningunni á Hásteinsvelli. Mosfellingar voru fallnir fyrir lokaumferðina svo þær höfðu engu að tapa. Gestirnir byrjuðu leikinn á hápressu og mikilli ákefð en fyrstu tíu mínútur leiksins fóru að mestu fram á vallarhelmingi ÍBV. Völlurinn var blautur og þungur og létu færin á sér standa í upphafi leiks. Fyrsta skot leiksins leit dagsins ljós á elleftu mínútu þegar Ameera Hussain skaut að marki fyrir utan teig en boltinn beint í hendur Evu Ýrar Helgadóttur. Það leið ekki á löngu þar til næsta tækifæri gafst þegar boltinn barst inni í teig gestanna á áðurnefnda Ameeru. Ameera lagði boltann út í teiginn á Olgu Sevcova sem kom á ferðinni og setti boltann í netið af stuttu færi. Við markið færðist töluvert líf í Eyjaliðið sem tók öll völd á vellinum. Þrátt fyrir mörg ágætis tækifæri og skottilraunir tókst ÍBV ekki að auka forskot sitt en gestirnir áttu sitt fyrsta alvöru tækifæri stuttu fyrir hálfleik. Hildur Karítas Gunnarsdóttir átti þá langa, háa sendingu inn í teig ÍBV en Kristín Þóra Birgisdóttir skallaði boltann yfir úr kjörstöðu. Fjörið fyrir hálfleik var þó ekki búið en á lokamínútu hálfleiksins fékk Viktorija Zaicikova boltann úti hægra megin og sendi inn í teig. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en Ameera Hussain skoraði úr markteig. ÍBV þannig búið að tvöfalda forskot sitt og hálfleiksræða gestanna erfiðari fyrir vikið. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði en heimastúlkur sóttu látlaust á upphafsmínútunum. ÍBV var nálægt því að bæta við marki þegar hálfleikurinn var enn mjög ungur þegar boltinn fór af varnarmanni gestanna og virtist vera á leið inn fyrir marklínu. Eva Ýr gerði hinsvegar virkilega vel í að krafsa boltann af línunni og bjarga þannig marki. Eftir klukkustundarleik leit þriðja markið þó dagsins ljós. Ameera keyrði upp völlinn og fann Olgu með góðri sendingu milli varnarmanna. Olga setti boltann yfir á hægri fótinn og lagði hann snyrtilega framhjá Evu, stöngin inn. Yfirburðir ÍBV héldu áfram og fengu þær aragrúa af færum til að bæta við mörkum en Eva Ýr gerði oft á tíðum frábærlega. Afturelding reyndi að eins og þær gátu að koma sér fram á völlinn og rétta stöðuna en áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru færi. Eyrún Vala Harðardóttir fékk líklega þeirra besta færi en skot hennar úr teig varið af Auði Scheving Sigurbjörnsdóttur í marki ÍBV. Það reyndist það síðasta markverða sem gerðist í leiknum og lauk hann því með þriggja marka sigri ÍBV. Af hverju vann ÍBV? Þrátt fyrir fína byrjun Aftureldingar mættu þær ofjarli sínum og eftir fyrsta markið fór mestur vindur úr gestunum. ÍBV skapaði töluvert fleiri færi og hefðu hæglega getað skorað fleiri en þrjú mörk í dag. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova og Ameera Hussain skoruðu mörk ÍBV og áttu þær báðar afbragðsleik. Vörn og miðja gerði vel og gáfu gestunum lítið pláss til að skapa sér færi. Í liði gestanna var Eva Ýr Helgadóttir sú sem stóð upp úr en hún átti nokkrar frábærar vörslur í dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða gekk illa að fóta sig á blautum og þungum vellinum og lítið var um fallegan fótbolta. Liðunum gekk ekkert sérstaklega vel að láta boltann ganga manna á milli. Mosfellingar geta einnig nagað sig í handabökin að hafa ekki haldið einbeitingu undir lok fyrri hálfleiks en annað mark ÍBV undir lokin gerði framhaldið tvöfalt erfiðara. Hvað gerist næst? Liðin halda lokahóf, skella sér í gott frí og hefja svo undirbúning fyrir næsta sumar. Glenn: Þurftum fagmannlega frammistöðu Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm ,,Ég er mjög, mjög ánægður með stelpurnar," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV. ,,Við gerðum vel og stjórnuðum leiknum. Vorum góðar varnarlega en ég var mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik, eins og tímabilið í heildina." ,,Við vissum að það er stundum erfitt að mæta liði sem hefur engu að tapa. Þær mæta bara og gefa allt. Ég sagði við stelpurnar að við þyrftum fagmannlega frammistöðu. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Við vörðumst þeim vel í byrjun áður en við tókum svo yfir." ,,Við höfum átt erfitt á köflum og svo mörg augnablik þar sem við höfum þurft að standa saman sem heild. Við höfum náð að komast í gegnum það, skref fyrir skref. Niðurröðunin á tímabilinu gerði okkur erfitt fyrir og hefði mátt mögulega mátt gera betur þar. Ég veit að allir eru að gera sitt besta og KSÍ líka en jákvæðu punktarnir frá tímabilinu standa upp úr. Það er nóg af þeim," sagði Jonathan. Alexander: Vorum kokhraust fyrir tímabilið Alexander Aron.Vísir/Bára Dröfn Alexander Aron Davorsson. þjálfari Aftureldingar, viðurkenndi að það var erfitt að mótivera sínar stelpur fyrir leik dagsins. ,,Þessi leikur gaf það svolítið merki að þetta var svolítið bara fíflagangur. Bara klára tímabilið og allir fái að spila. Það var æfingaleikjabragur á þessum leik. Við höfðum að engu að keppa og það er erfitt að mótivera sig þegar þú bíður eftir að tímabilið endi." ,,Ég held að hvorugt lið hafi náð þremur til fjórum sendingum sínum á milli í dag. Þetta voru yfirleitt langir boltar og við sem þjálfarateymi erum komin lengra en það. Í dag endaði þetta í hundleiðinlegum fótbolta frá báðum liðum." ,,Við hugsum þetta þannig að við náðum að setja sextán ára markmann í markið sem er að spila sinn fyrsta leik og við endum með að nota þrjátíu og fjóra leikmenn í þessum átján leikjum í sumar. Maður getur líka litið jákvætt á hlutina. Við erum bara á þeim stað sem við áttum að vera." ,,Við erum með frábært lið og hóp og fyrir tímabilið vorum við kokhraust um að halda okkur léttilega í deildinni en okkur vantar sjö til átta byrjunarliðsmenn í fyrstu tíu til tólf leikjunum. Það er ótrúlega erfitt fyrir hvaða lið sem er, en þeir leikmenn sem komu í staðinn eru allar búnar að taka pláss og eru orðnar hörkuleikmenn. Við erum með stóran og góðan hóp get ég sagt þér."