Erlent

Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Nemendur voru að þeyta inngöngupróf þegar árásin var gerð.
Nemendur voru að þeyta inngöngupróf þegar árásin var gerð. AP/Ebrahim Noroozi

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er.

Að því er kemur fram í frétt Reuters varð árásin á svæði þar sem meirihluti íbúa eru sjítar og tilheyra samfélagi Hazara, þjóðernisminnihlutahóps sem hefur áður orðið fyrir árásum af hendi íslamska ríkisins og annarra.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í borginni hefur verið staðfest að í hið minnsta nítján hafi látist og 27 særst. Líklegt er þó að fjöldi látinna sé í raun meiri en Reuters hefur það eftir heimildarmanni á spítalanum að 23 hafi látist og heimildarmaður úr röðum Talíbana að 33 hafi látist. 

Khalid Zadran, talsmaður lögreglunnar í Kabúl, sagði nemendur við skólann vera að þeyta inngöngupróf þegar árásin átti sér stað. „Að ráðast á almenna borgara sýnir fram á grimmd óvinarins og skort á siðferðisviðmiðum,“ sagði Zadran en hann gaf ekki upp hverjir væru að baki árásarinnar. 

Árásin hefur einnig vakið hörð viðbrögð á alþjóðavettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×