Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2022 14:00 Úkrínskir hermenn að störfum í Kharkív-héraði í síðustu viku. AP/Kostiantyn Liberov Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. Harðir bardagar geysa á svæðinu en í stöðuskýrslu hugveitunnar Institute for the study of war um gærdaginn, segir að rússneskir herbloggarar, sem mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum, hafi verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman. Með því að umkringja hermennina gætu Úkraínumenn endurtekið leikinn í Kharkív og stökt Rússum á flótta frá tiltölulega stóru svæði. Hvort það heppnast eða ekki og þá hvernig, mun þó væntanlega koma í ljós á næstu dögum. Óstaðfestar frengir frá Donetsk herma að Rússar hafi gert gagn-gagnárás til að reyna að koma í veg fyrir að Úkraínumönnum takist að umkringja Lyman. Hugveitan segir að ef Úkraínumenn sigri rússneska hermenn í Lyman muni það ógna yfirráðum Rússa yfir stærra svæði í Donetsk- og Luhansk-héruðum og þar á meðal séu borgirnar Severodonetsk og Lysychansk, sem Rússar hertóku í sumar. Lítið að frétta úr suðri Enn er lítið að fregna af víglínunni í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Þar herja Úkraínumenn enn á stóran hóp rússneskra hermanna norður af Dnipro-á, en þangað eru Rússar sagðir hafa flutt sína vönustu og bestu hermenn í aðdraganda gagnárásar Úkraínumanna. Úkraínumenn hafa lagt mikið púður í það að skera á birgðalínur Rússa með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Rússar hafa átt í erfiðleikum með flutning birgða og hermanna á norðurbakka ánar. Framsókn Úkraínumanna í Kherson er sögð vera hæg og mjög kostnaðarsöm. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast hafa upplýsingar um að forsvarsmenn Rússneska hersins hafi beðið um leyfi til þess að hörfa frá svæðinu og suður yfir Dniproá en Vladimír Pútin, forseti, hafi neitað því. Þá eru Rússar sagðir beita nýjum drónum sem þeir fengu frá Íran með góðum árangri. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Grófa mynd af víglínunum í Úkraínu og umsátrinu um Lyman má sjá á meðfylgjandi kortum ISW. NEW: Russian military leadership has likely failed to set information conditions for the potential defeat of Russian forces in #Lyman despite increasingly concerned discourse among Russian milbloggers regarding its potential envelopment by Ukrainian forces https://t.co/PgxSbjvRL6 pic.twitter.com/VYaVlrRDw8— ISW (@TheStudyofWar) September 29, 2022 Veikja varnirnar í vestri Yfirmenn rússneska hersins hafa flutt mikinn meirihluta herafla Rússlands frá landamærum ríkisins við Eystrasaltsríkin og Finnland. Landamæri Rússlands annars vegar og Eistlands, Litháens og Lettlands hins vegar eru, enn sem komið er, einu landamæri Rússlands og ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Af þeim um þrjátíu þúsund hermönnum sem voru á svæðinu, er áætlað allt að áttatíu prósent þeirra hafi verið fluttir til Úkraínu. Þangað hafa þeir verið fluttir til að fylla upp í raðir herdeilda sem hafa orðið illa úti í innrásarstríði Rússlands. Rússar hafa flutt mikinn meirihluta hermanna sinna og hergögn frá landamærum ríkisins við Eystrasaltsríkin og Finnland. Hermennirnir hafa verið fluttir til Úkraínu og eru þeir sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli.AP Þetta hefur miðillinn Foregin Policy eftir embættismönnum við Eystrasalt. Einn heimildarmaður miðilsins sagði að Rússar hefðu ekki flutt flugvélar og orrustuþotur af svæðinu og það sama mætti segja um flota Rússlands. Flugskeytakerfi og loftvarnir hefðu þó verið fluttar af svæðinu í massavís. Sjá einnig: Ætlar að innlima héruðin á morgun Embættismennirnir segja Rússa meðal annars hafa flutt stóran hluta loftvarna sinna nærri Pétursborg, einnar stærstu borgar Rússlands, til Úkraínu. Ráðgjafi hjá varnarmálaráðuneyti Finnlands sagði Rússa meðal annars hafa þurft að flytja hermenn frá svæðinu við Eystrasalts vegna skorts á þjálfuðum hermönnum í Úkraínu. Rússar hafa lengi átt í manneklu í Úkraínu. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneskir menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu.AP Forsvarsmenn varnarmála ríkja við Eystrasalt velta nú vöngum yfir því hvernig Rússar ætli sér að byggja upp herafla sinn á svæðinu á nýjan leik og hve langan tíma það mun taka. Sá herafli Rússlands sem átti að vera klár í bardaga gegn NATO er sagður hafa orðið fyrir gífurlegum skaða og þá sérstaklega í skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív fyrr í þessum mánuði. Not just withdrew, but suffered catastrophic casualties. 11th Army Corps from Kaliningrad is battered, 6th CAA largely combat ineffective, and 200th Motor Rifle Brigade based near Finland almost totally destroyed https://t.co/ju5QsOqMjO— Andrew S. Bowen (@Andrew_S_Bowen) September 29, 2022 En leið fyrir Rússa væri að flytja einhverja af þeim tugum ef ekki hundruð þúsundum manna sem hafa verið skikkaðir í rússneska herinn á undanförnum dögum til vesturhluta Rússlands. Þeir eru þó lítið þjálfaðir og margir taldir illa búnir og sú lausn myndi eingöngu bæta varnir Rússa í vestri lítillega og til skamms tíma. Segjast í átökum við NATO Ein af þeim fjölmörgu ástæðum sem Rússar hafa nefnt til réttlætingar innrásarinnar í Úkraínu er að koma í veg fyrir að NATO noti Úkraínu gegn Rússlandi. Þá halda Rússar því stöðugt fram að þeir eigi í rauninni í beinum átökum við NATO í Úkraínu. Það sé helsta ástæða þess að Rússar hafi ekki þegar sigrað Úkraínumenn. Fjölmiðlafólk í ríkismiðlum Rússlands hafa meðal annars vísað til vopna sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum og erlendra sjálfboðaliða sem hafa barist fyrir hönd Úkraínu, til marks um aðkomu NATO að stríðinu. Það að Rússar hafi veikt varnir sínar á landamærum Rússlands og NATO er ekki til marks um að Rússar óttist árás frá ríkjum bandalagsins. Sendir í átök án þjálfunar Eftir áðurnefnda skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að haldin yrði sértæk herkvaðning í Rússlandi. Þá sögðust Rússar eingöngu hafa misst tæplega sex þúsund hermenn í Úkraínu en það væri þörf á að skikka um þrjú hundruð þúsund manns í herinn til að tryggja þau svæði sem Rússar hefðu lagt hald á. Markmið Rússa var að fjölga hermönnum með því að þvinga menn sem áður höfðu gegnt herskyldu í Rússlandi og hlotið grunnþjálfun, til að ganga aftur í herinn og fylla upp í raðir rússneska hersins í Úkraínu. Fregnir hafa þó borist af því að herkvaðningin hafi ekki farið fram eins og til stóð. Margir menn sem hafi aldrei þjónað í hernum hafi verið kvaddir í herinn og margir þeirra sem skikkaðir hafa verið í herinn hafa verið sendir til Úkraínu án nokkurrar þjálfunar. Úkraínumenn segja vísbendingar um að Rússar séu að senda um tuttugu þúsund nýskikkaða hermenn til Hvíta-Rússlands. Hér má sjá myndband sem blaðamaður Wall Street Journal segir að sýni hóp manna sem skikkaðir voru til herþjónustu. Þeir segjast hafa verið skyldir eftir á túni án allra nauðsynja. Þeir hafi ekki einu sinni tjöld eða mat. The sheer scale of Russian incompetence and disregard for its mobilized civilians. These men complain they were left in the freezing field with no shelter not even a tent and no rations for the second day. Like a flock of sheep. How many will make it to Ukraine? pic.twitter.com/XAWOBuMwDh— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 29, 2022 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Finnland Eistland Lettland Litháen Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Harðir bardagar geysa á svæðinu en í stöðuskýrslu hugveitunnar Institute for the study of war um gærdaginn, segir að rússneskir herbloggarar, sem mynda tiltölulega stórt og virkt samfélag í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í hernum, hafi verulegar áhyggjur af stöðunni í Lyman. Með því að umkringja hermennina gætu Úkraínumenn endurtekið leikinn í Kharkív og stökt Rússum á flótta frá tiltölulega stóru svæði. Hvort það heppnast eða ekki og þá hvernig, mun þó væntanlega koma í ljós á næstu dögum. Óstaðfestar frengir frá Donetsk herma að Rússar hafi gert gagn-gagnárás til að reyna að koma í veg fyrir að Úkraínumönnum takist að umkringja Lyman. Hugveitan segir að ef Úkraínumenn sigri rússneska hermenn í Lyman muni það ógna yfirráðum Rússa yfir stærra svæði í Donetsk- og Luhansk-héruðum og þar á meðal séu borgirnar Severodonetsk og Lysychansk, sem Rússar hertóku í sumar. Lítið að frétta úr suðri Enn er lítið að fregna af víglínunni í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Þar herja Úkraínumenn enn á stóran hóp rússneskra hermanna norður af Dnipro-á, en þangað eru Rússar sagðir hafa flutt sína vönustu og bestu hermenn í aðdraganda gagnárásar Úkraínumanna. Úkraínumenn hafa lagt mikið púður í það að skera á birgðalínur Rússa með HIMARS-flugskeytakerfum og annarskonar árásum á skotfærageymslur og brýr yfir Dniproá. Rússar hafa átt í erfiðleikum með flutning birgða og hermanna á norðurbakka ánar. Framsókn Úkraínumanna í Kherson er sögð vera hæg og mjög kostnaðarsöm. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast hafa upplýsingar um að forsvarsmenn Rússneska hersins hafi beðið um leyfi til þess að hörfa frá svæðinu og suður yfir Dniproá en Vladimír Pútin, forseti, hafi neitað því. Þá eru Rússar sagðir beita nýjum drónum sem þeir fengu frá Íran með góðum árangri. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Grófa mynd af víglínunum í Úkraínu og umsátrinu um Lyman má sjá á meðfylgjandi kortum ISW. NEW: Russian military leadership has likely failed to set information conditions for the potential defeat of Russian forces in #Lyman despite increasingly concerned discourse among Russian milbloggers regarding its potential envelopment by Ukrainian forces https://t.co/PgxSbjvRL6 pic.twitter.com/VYaVlrRDw8— ISW (@TheStudyofWar) September 29, 2022 Veikja varnirnar í vestri Yfirmenn rússneska hersins hafa flutt mikinn meirihluta herafla Rússlands frá landamærum ríkisins við Eystrasaltsríkin og Finnland. Landamæri Rússlands annars vegar og Eistlands, Litháens og Lettlands hins vegar eru, enn sem komið er, einu landamæri Rússlands og ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Af þeim um þrjátíu þúsund hermönnum sem voru á svæðinu, er áætlað allt að áttatíu prósent þeirra hafi verið fluttir til Úkraínu. Þangað hafa þeir verið fluttir til að fylla upp í raðir herdeilda sem hafa orðið illa úti í innrásarstríði Rússlands. Rússar hafa flutt mikinn meirihluta hermanna sinna og hergögn frá landamærum ríkisins við Eystrasaltsríkin og Finnland. Hermennirnir hafa verið fluttir til Úkraínu og eru þeir sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli.AP Þetta hefur miðillinn Foregin Policy eftir embættismönnum við Eystrasalt. Einn heimildarmaður miðilsins sagði að Rússar hefðu ekki flutt flugvélar og orrustuþotur af svæðinu og það sama mætti segja um flota Rússlands. Flugskeytakerfi og loftvarnir hefðu þó verið fluttar af svæðinu í massavís. Sjá einnig: Ætlar að innlima héruðin á morgun Embættismennirnir segja Rússa meðal annars hafa flutt stóran hluta loftvarna sinna nærri Pétursborg, einnar stærstu borgar Rússlands, til Úkraínu. Ráðgjafi hjá varnarmálaráðuneyti Finnlands sagði Rússa meðal annars hafa þurft að flytja hermenn frá svæðinu við Eystrasalts vegna skorts á þjálfuðum hermönnum í Úkraínu. Rússar hafa lengi átt í manneklu í Úkraínu. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneskir menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu.AP Forsvarsmenn varnarmála ríkja við Eystrasalt velta nú vöngum yfir því hvernig Rússar ætli sér að byggja upp herafla sinn á svæðinu á nýjan leik og hve langan tíma það mun taka. Sá herafli Rússlands sem átti að vera klár í bardaga gegn NATO er sagður hafa orðið fyrir gífurlegum skaða og þá sérstaklega í skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív fyrr í þessum mánuði. Not just withdrew, but suffered catastrophic casualties. 11th Army Corps from Kaliningrad is battered, 6th CAA largely combat ineffective, and 200th Motor Rifle Brigade based near Finland almost totally destroyed https://t.co/ju5QsOqMjO— Andrew S. Bowen (@Andrew_S_Bowen) September 29, 2022 En leið fyrir Rússa væri að flytja einhverja af þeim tugum ef ekki hundruð þúsundum manna sem hafa verið skikkaðir í rússneska herinn á undanförnum dögum til vesturhluta Rússlands. Þeir eru þó lítið þjálfaðir og margir taldir illa búnir og sú lausn myndi eingöngu bæta varnir Rússa í vestri lítillega og til skamms tíma. Segjast í átökum við NATO Ein af þeim fjölmörgu ástæðum sem Rússar hafa nefnt til réttlætingar innrásarinnar í Úkraínu er að koma í veg fyrir að NATO noti Úkraínu gegn Rússlandi. Þá halda Rússar því stöðugt fram að þeir eigi í rauninni í beinum átökum við NATO í Úkraínu. Það sé helsta ástæða þess að Rússar hafi ekki þegar sigrað Úkraínumenn. Fjölmiðlafólk í ríkismiðlum Rússlands hafa meðal annars vísað til vopna sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum og erlendra sjálfboðaliða sem hafa barist fyrir hönd Úkraínu, til marks um aðkomu NATO að stríðinu. Það að Rússar hafi veikt varnir sínar á landamærum Rússlands og NATO er ekki til marks um að Rússar óttist árás frá ríkjum bandalagsins. Sendir í átök án þjálfunar Eftir áðurnefnda skyndisókn Úkraínumanna í Kharkív lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að haldin yrði sértæk herkvaðning í Rússlandi. Þá sögðust Rússar eingöngu hafa misst tæplega sex þúsund hermenn í Úkraínu en það væri þörf á að skikka um þrjú hundruð þúsund manns í herinn til að tryggja þau svæði sem Rússar hefðu lagt hald á. Markmið Rússa var að fjölga hermönnum með því að þvinga menn sem áður höfðu gegnt herskyldu í Rússlandi og hlotið grunnþjálfun, til að ganga aftur í herinn og fylla upp í raðir rússneska hersins í Úkraínu. Fregnir hafa þó borist af því að herkvaðningin hafi ekki farið fram eins og til stóð. Margir menn sem hafi aldrei þjónað í hernum hafi verið kvaddir í herinn og margir þeirra sem skikkaðir hafa verið í herinn hafa verið sendir til Úkraínu án nokkurrar þjálfunar. Úkraínumenn segja vísbendingar um að Rússar séu að senda um tuttugu þúsund nýskikkaða hermenn til Hvíta-Rússlands. Hér má sjá myndband sem blaðamaður Wall Street Journal segir að sýni hóp manna sem skikkaðir voru til herþjónustu. Þeir segjast hafa verið skyldir eftir á túni án allra nauðsynja. Þeir hafi ekki einu sinni tjöld eða mat. The sheer scale of Russian incompetence and disregard for its mobilized civilians. These men complain they were left in the freezing field with no shelter not even a tent and no rations for the second day. Like a flock of sheep. How many will make it to Ukraine? pic.twitter.com/XAWOBuMwDh— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 29, 2022
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Finnland Eistland Lettland Litháen Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. 28. september 2022 12:26
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56