Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:31 Mikael Anderson reyndist hetja Íslands í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. „Ég var bara mjög ánægður og við áttum þetta skilið,“ sagði markaskorarinn í samtali við Viapley eftir leikinn. „Mig langaði að skora því það er orðið langt síðan. Þetta var annað markið mitt fyrir landsliðið og ég er bara ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Þetta var geggjuð frammistaða hjá liðinu og ég er mjög sáttu með úrslitin.“ „Ég hafði engu að tapa í kvöld. Ég spilaði fimm mínútur á móti Venesúela og ætlaði að sýna eitthvað í dag ef ég myndi koma inn á. Ég gerði það og er ánægður með það. En eins og ég segi þá er liðið það mikilvægasta af öllu og þetta var frábær liðsframmistaða. Ég er bara ánægður að geta hjálpað liðinu.“ Þá var Mikael einnig ánægður með það að fá gamla reynslubolta aftur inn í liðið. Hann segir það hjálpa þeim ungu strákunum mikið, þrátt fyrir að vera ekki svo ungur lengur að eigin sögn. „Ég er ekki ungur, ég er orðinn 24 ára,“ sagði Mikael léttur. „Ég er kominn með reynslu í kringum mig og það er bara geggjað að fá eldri leikmennina inn sem koma með mikla reynslu og gefa mikið af sér. Maður getur lært helling af þeim og ég er ógeðslega ánægður að fá þá í liðið aftur. Það hjálpar öllum,“ sagði Mikael að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
„Ég var bara mjög ánægður og við áttum þetta skilið,“ sagði markaskorarinn í samtali við Viapley eftir leikinn. „Mig langaði að skora því það er orðið langt síðan. Þetta var annað markið mitt fyrir landsliðið og ég er bara ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Þetta var geggjuð frammistaða hjá liðinu og ég er mjög sáttu með úrslitin.“ „Ég hafði engu að tapa í kvöld. Ég spilaði fimm mínútur á móti Venesúela og ætlaði að sýna eitthvað í dag ef ég myndi koma inn á. Ég gerði það og er ánægður með það. En eins og ég segi þá er liðið það mikilvægasta af öllu og þetta var frábær liðsframmistaða. Ég er bara ánægður að geta hjálpað liðinu.“ Þá var Mikael einnig ánægður með það að fá gamla reynslubolta aftur inn í liðið. Hann segir það hjálpa þeim ungu strákunum mikið, þrátt fyrir að vera ekki svo ungur lengur að eigin sögn. „Ég er ekki ungur, ég er orðinn 24 ára,“ sagði Mikael léttur. „Ég er kominn með reynslu í kringum mig og það er bara geggjað að fá eldri leikmennina inn sem koma með mikla reynslu og gefa mikið af sér. Maður getur lært helling af þeim og ég er ógeðslega ánægður að fá þá í liðið aftur. Það hjálpar öllum,“ sagði Mikael að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira