Innlent

Ekið á sextán ára strák á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Strákurinn var á hlaupahjóli í eigin eigu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. 
Strákurinn var á hlaupahjóli í eigin eigu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.  Vísir/Getty

Sextán ára strákur á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir bíl í Hlíðunum í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en vitni sá strákinn fljúga í loftinu með alla anga úti áður en hann lenti á götunni, að því er kemur fram í dagbók lögreglu. 

Strákurinn fann til eymsla í handlegg en hann var mögulega brotinn að sögn lögreglu og því fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Hjólið var flutt að heimili stráksins þar sem rætt var við forráðamann en bíllinn var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. 

Þá var ekið á hjólreiðamenn við Dalatorg í Kópavogi skömmu síðar en maðurinn var að hjóla yfir gangbraut þegar hann varð fyrir bíl. Maðurinn fann til eymsla í mjöðm og hné að sögn lögreglu. 

Meðal annarra verkefna lögreglu var þjófnaður úr raftækjaverslun í Kópavogi. Maðurinn var staðinn að þjófnaðinum en hann var ekki með persónuskilríki meðferðis og því fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var gerð. 

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi, inn reyndist ekki hafa gild ökuréttindi og var bíllinn ótryggður en annar var grunaður um ölvun við akstur. Sá þriðji mældist á 100 kílómetra hraða á Breiðholtsbraut í Árbæ, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund, en ökumaðurinn viðurkenndi brotið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×