„Komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:30 Stjörnukonur hafa verið á flugi í sumar og eiga góða möguleika á Evrópusæti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í rútunni á leið norður í leik við Þór/KA. Stjarnan er allt í einu komin í kjörstöðu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild kvenna í fótbolta. Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira