Lífið

„Finn að við erum að fara verða leiðinlegir núna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg viðureign enda vel skipuð lið.
Skemmtileg viðureign enda vel skipuð lið.

Á laugardaginn fór fram viðureign í 16-liða úrslitum í spurningaþættinum Kviss.

Í myndveri Stöðvar 2 mættust liðin Afturelding og Breiðablik.

Í liði Aftureldingar voru þeir Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA og Steinþór Hróar Steinþórsson sem er þekktur sem Steindi Jr. Þetta var í þriðja skipti sem þeir mæta fyrir hönd Aftureldingar.

Í Breiðabliki voru þær Eva Ruza Miljevic, samfélagsmiðlastjarna, og Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.

Viðureignin mjög svo skemmtileg enda liðin einstaklega vel skipuð.

Ef þú ert ekki búin að sjá þáttinn og vilt ekki vita hvernig hann fór ættir þú að hætta að lesa núna.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það má segja að viðureignin hafi ekki verið spennandi en loksins náðu Steindi og Dóri að finna taktinn í Kviss. Þeim gekk heldur betur vel og má segja að þeir hafi rúllað upp viðureigninni.

Það fylgdi velgengninni ákveðin hroki hjá þeim Dóra og Steina og fengu mótherjarnir þeirra heldur betur að heyra það. Svo mikið að eftir að Afturelding hafði svarað einni spurningu réttri þá heyrðist í Steinda: „Ég finn að við erum að fara verða leiðinlegir núna.“

Klippa: Finn að við erum að fara verða leiðinlegir núna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×