Hágrétu eftir síðasta leik Federer á ferlinum: „Gæti ekki verið hamingjusamari“ Atli Arason skrifar 24. september 2022 09:47 Roger Federer og Rafael Nadal leyndu ekki tilfinningum sínum eftir lokaleik Federer. Tom Jenkins/The Guardian Svisslendingurinn Roger Federer lauk í nótt 24 ára löngum tennisferli með tapi í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal á Laver-bikarnum í Englandi. Tilfinningarnar báru flesta viðstadda ofurliði í leikslok. Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira