Federer og Nadal taka höndum saman í lokaleik Svisslendingsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 07:00 Roger Federer ætlar sér að leggja spaðann á hilluna eftir Laver Cup. Julian Finney/Getty Images for Laver Cup Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar sér að leggja spaðann á hilluna eftir tvíliðaleikinn á Laver Cup sem hefst í dag í London. Með honum í liði verður gamall andstæðingur hans til margra ára, Rafael Nadal. Þeir félagar munu leika fyrir hönd Evrópuliðsins gegn heimsliðinu sem þeir Jack Sock og Frances Tiafoe skipa. Federer og Nadal eru tveir af sigursælustu tennisköppum sögunnar, en hinn 41 árs gamli Federer hefur unnið 20 risatitla á ferlinum og hinn 36 ára gamli Nadal hefur unnið 22. „Ég er ekki viss um að ég ráði við þetta allt, en ég mun reyna,“ sagði Federer um mótið sem framundan er. „Ég á reyndar erfiðari minningar úr fortíðinni þar sem ég var svakalega stressaður fyrir leiki, en þetta er allt önnur tilfinning.“ „Það er auðvitað mjög sérstakt að fá að spila með Rafa. Ég er glaður að hafa hann með mér í liði, en ekki á móti mér.“ Nadal, andstæðingur Federer til margra ára, tók undir orð nú liðsfélaga síns og sagði að tennisheimurinn væri fátækari án hans. „Einn af mikilvægustu - ef ekki sá mikilvægasti - tennisspilurum ferils míns er að yfirgefa okkur,“ sagði Nadal. „Þegar allt kemur til alls þá verður þetta erfið stund. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir að fá að spila með honum.“ Roger Federer's final match will see him will play alongside old rival Rafael Nadal in the Laver Cup doubles on Friday.#BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2022 Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Þeir félagar munu leika fyrir hönd Evrópuliðsins gegn heimsliðinu sem þeir Jack Sock og Frances Tiafoe skipa. Federer og Nadal eru tveir af sigursælustu tennisköppum sögunnar, en hinn 41 árs gamli Federer hefur unnið 20 risatitla á ferlinum og hinn 36 ára gamli Nadal hefur unnið 22. „Ég er ekki viss um að ég ráði við þetta allt, en ég mun reyna,“ sagði Federer um mótið sem framundan er. „Ég á reyndar erfiðari minningar úr fortíðinni þar sem ég var svakalega stressaður fyrir leiki, en þetta er allt önnur tilfinning.“ „Það er auðvitað mjög sérstakt að fá að spila með Rafa. Ég er glaður að hafa hann með mér í liði, en ekki á móti mér.“ Nadal, andstæðingur Federer til margra ára, tók undir orð nú liðsfélaga síns og sagði að tennisheimurinn væri fátækari án hans. „Einn af mikilvægustu - ef ekki sá mikilvægasti - tennisspilurum ferils míns er að yfirgefa okkur,“ sagði Nadal. „Þegar allt kemur til alls þá verður þetta erfið stund. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir að fá að spila með honum.“ Roger Federer's final match will see him will play alongside old rival Rafael Nadal in the Laver Cup doubles on Friday.#BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2022
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira