Beinir því til dómsmálaráðherra að taka lögræðislög til athugunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:53 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til dómsmálaráðherra að taka til athugunar hvort rétt kunni að vera að skýra betur persónulegan rétt lögræðissviptra til kæru og aðkomu náinna aðstandenda að málefnum lögræðissviptra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira