Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 17:00 Íslenska landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Albaníu og svo sigur gegn Albaníu 27. september. Það myndi tryggja liðið upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM, og öruggt sæti í umspili ef á þarf að halda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira