Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 10:26 Borgarbúar í San Juan á Púertó Ríkó húka inni í myrkrinu eftir að rafmagni sló út í fellibylnum Fíónu. Vísir/EPA Allir íbúar Karíbahafseyjarinnar Púertó Ríkó voru án rafmagns þegar fellibylurinn Fíóna gekk yfir hana í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu bylnum sem var fyrsta stigs fellibylur. Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó. Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó.
Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12