Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2022 16:20 Jakob Snær Árnason var hetja KA manna í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Val. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
„Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55