Innlent

Ingvar kemur í stað Teits

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ingvar S. Birgisson er nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Ingvar S. Birgisson er nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Stjórnarráðið

Ingvar S. Birgisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kemur í stað Teits Björn Einarssonar sem er nýorðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Ingvar sé með B.A. próf frá lagadeild Háskóla Íslands, lauk þar meistaraprófi í lögfræði árið 2018 og fékk réttindi fyrir héraðsdómi árið 2019.

Ingvar var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 2014-2016, var fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu 2016-2019 og hjá Íslensku lögfræðistofunni frá árinu 2019. Á þessu ári settist hann í stjórn Ríkisútvarpsins ohf.

Ingvar var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík árin 2013-2015 og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2017-2019.

Ingvar mun starfa við hlið Brynjars Níelssonar sem fyrir er aðstoðarmaður Jóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×