Telur söluna á Mílu skapa aukna njósnahættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:58 Björn Leví segir söluna á Mílu til erlendra aðila skapa aukna njósnahættu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir sölu Símans á Mílu til fransks félags skapa njósnahættu. Full ástæða sé til að óttast að erlend njósnastarfsemi muni fylgja sölunni og huga þurfi því betur að öryggismálum. Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“ Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“
Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37