R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 06:27 R. Kelly var sakfelldur fyrir enn eitt kynferðisbrotið í gær. Getty/Antonio Perez Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49