Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 13:05 Ragnar Þór er formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent