Innlent

Kanna­bis­fnykur kom upp um ræktanda

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan hafði í nokkru að snúast í kvöld.
Lögreglan hafði í nokkru að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi var ölvaður maður handtekinn eftir að hafa ítrekað hunsað fyrirmæli lögreglu. Lögregla hafði fyrst haft afskipti af honum um hádegisbilið þegar hann reyndi að komast inn í hús þar sem hann átti ekki erindi. Íbúar þar hringdu þá í lögreglu og vildu losna við manninn.

Eftir að hafa ítrekað verið vísað í burtu var hann handtekinn sökum ástands og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Klukkan korter yfir fimm var ekið á ungmenni á rafmagnshlaupahjóli er það var að fara yfir gangbraut. Áverkar voru minniháttar en ungmennið fór í fylgd fjölskyldu á bráðamóttöku.

Klukkan tuttugu mínútur í tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um æstan mann á hóteli sem hafði veist að starfsmanni. Farið var á vettvang og handtók lögreglan manninn þar. Hann var í annarlegu ástandi og með töluvert magn fíkniefna í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×