Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi gegn Napoli Atli Arason skrifar 10. september 2022 15:15 Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Spezia. Getty Images Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Spezia, lék í rúmar 20 mínútur í 1-0 tapi gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael kom inn á leikvöllinn á 70. mínútu í stöðunni 0-0 en tókst ekki ásamt öðrum leikmönnum Spezia að koma í veg fyrir sigurmark Giacomo Raspadori á 89. mínútu. Með sigrinum fer Napoli á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar en Napoli er ósigrað eftir sex leiki með 14 stig. Mikael Egill og félagar í Spezia eru hins vegar í 14. sæti með 5 stig eftir jafn marga leiki. Ítalski boltinn
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Spezia, lék í rúmar 20 mínútur í 1-0 tapi gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael kom inn á leikvöllinn á 70. mínútu í stöðunni 0-0 en tókst ekki ásamt öðrum leikmönnum Spezia að koma í veg fyrir sigurmark Giacomo Raspadori á 89. mínútu. Með sigrinum fer Napoli á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar en Napoli er ósigrað eftir sex leiki með 14 stig. Mikael Egill og félagar í Spezia eru hins vegar í 14. sæti með 5 stig eftir jafn marga leiki.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti