Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 14:10 Pierre-Emerick Aubameyang er nýjasta nían í liði Chelsea. Slavko Midzor/Getty Images Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46
„Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37