Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 14:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/TRACIE VAN AUKEN Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. Þessi utanaðkomandi aðili mun þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Í sambærilegum málum hafa dómarar sem sestir eru í helgan stein tekið að sér þetta hlutverk. Í þessu tilfelli myndi aðilinn þó fá meiri völd en í sambærilegum málum og myndi hann einnig fara yfir gögn sem gætu fallið undir trúnað milli Trumps og lögmanna hans, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Ráðuneytið hafði mótmælt þessari kröfu Trumps og meðal annars á þeim grundvelli að búið væri að fara yfir gögnin og kanna hvort persónulegar eigur Trumps séu þeirra á meðal. Þó Trump telji sig eiga opinber gögn frá því hann var forseti, séu þau ekki eigur hans og tilheyri Bandaríkjunum. Ráðuneytið segir einnig að persónulegar eigur Trumps hafi fundist meðal leynilegra gagna og séu því mögulega skilgreind sem sönnunargögn og því eigi ekki að skila þeim til hans að svo stöddu. Þá segir ráðuneytið og núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna að Trump geti ekki nýtt sér þennan trúnað þar sem hann sé ekki lengur aðili að framkvæmdavaldi Bandaríkjanna. Vísaði ráðuneytið til máls frá 1977 þar sem Richard M. Nixon, sem þá var fyrrverandi forseti, reyndi að nota sömu rök til að halda skjölum sem þáverandi forseti var ósammála um að félli undir áðurnefndan trúnað. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru einnig með gögnin úr Mar-a-Lago til rannsóknar og þá sérstaklega hvort og þá hvernig gögnin og vera þeirra í sveitarklúbbnum ógnar þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Ekki búnir að segja hvort ákvörðuninni verði áfrýjað Forsvarsmenn ráðuneytisins hafa ekki sagt hvort til standi að áfrýja úrskurði dómarans Aileen Cannon, sem skipuð var í embætti af Trump árið 2020. Tilnefning hennar var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings, níu dögum eftir að Trump tapaði forsetakosningum gegn Joe Biden. Starfsmenn FBI lögðu í síðasta mánuði hald á gífurlegt magn opinberra gagna, eins og skjöl og myndir, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar hann steig úr embætti forseta. Á meðal gagnanna voru háleynileg skjöl og fjölmargar tómar möppur utan af leynilegum gögnum. Húsleitin var gerð eftir að ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna þjóðskjalasafnsins og FBI til að sækja gögnin báru ekki árangur og grunur lék á að gögn hefðu verið falin frá rannsakendum. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Sérfræðingar gagnrýna úrskurðinn Sérfræðingar sem ræddu við blaðamann New York Times segja úrskurð Cannon vera mjög gagnrýnisverðan. Einn prófessor við Háskólann í Texas lýsir úrskurðinum sem fordæmalausu inngripi alríkisdómara í opinbera rannsókn. Sérfræðingarnir segja að miðað við rökflutning dómarans séu líklegra en ekki að ákvörðun hennar yrði snúið, ákveði forsvarsmenn ráðuneytisins að áfrýja málinu. Verði áfrýjað yrði málið tekið fyrir að ellefu alríkisdómurum en Trump skipaði sex þeirra í embætti. Í rökflutningi hennar vísaði Cannon mikið til þess að Trump væri fyrrverandi forseti og það að hann og orðspor hans gæti hlotið mikinn skaða verði hann ákærður og þá mögulega á grundvelli gagna sem hefði með réttu átt að skila til hans. Segja Trump njóta forrétinda Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja þann kafla rökflutningar Cannon vera sérstaklega undarlegan. Allir í stöðu Trumps hefðu áhyggjur af því að orðspor þeirra yrði skaðað eftir húsleit sem þessa, hvort sem þeir væru fyrrverandi forsetar eða ekki. Dómskerfi Bandaríkjanna ætti að koma eins fram við alla en þarna væri fyrrverandi forseti að fá réttindi sem aðrir hefðu ekki. Samuel W. Buell, sem er lagaprófessor við Duke-háskóla, sama háskóla og Cannon útskrifaðist frá, sagði að allir lögmenn með reynslu af alríkismálum ættu að sjá þennan úrskurð sem aðhlátursefni og að rökflutningur dómarans væri jafnvel verri. „Donald Trump er að fá eitthvað sem enginn annar færi í alríkismálum. Það er engin góð ástæða fyrir því og það mun ekki á nokkurn hátt draga úr háværum upphrópunum um að verið sé að ofsækja hann, þegar það er verið að hlífa honum.“ Hafa áður reynt að leita til dómarans Blaðamenn Daily Beast segja Trump og lögmann hans hafa reynt að koma kröfu þeirra á borð Aileen Cannon. Þetta sé þar að auki ekki í fyrsta sinn sem Trump hafi leitað til hennar varðandi málaferli. Fyrr á þessu ári höfðaði hann mál gegn Hillary Clinton og embættismönnum sem komu að „Rússarannsókninni“ svokölluðu. Þá höfuðu lögmenn Trumps málið sérstaklega í umdæmi Cannon en það heppnaðist ekki. Lögsóknin endaði hjá dómara sem Bill Clinton skipaði í embætti á árum áður. Sá dómari, sem heitir Donald M. Middlebrooks, gagnrýndi Trump í dómsskjali fyrir það að reyna að leita til Cannon. Lögmenn Trumps lögðu kröfu þeirra um að utanaðkomandi aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni fram í sama umdæmi og að þessu sinni var það Cannon sem fékk málið á sitt borð. Yesterday, a South Florida federal judge issued a bizarre ruling halting the FBI's investigation of Trump. She went out of her way to help him.@thedailybeast took a look at how Trump has been trying to get this judge for a while.https://t.co/gfMQe4BkJ4— Jose Pagliery (@Jose_Pagliery) September 6, 2022 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. 2. september 2022 07:17 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þessi utanaðkomandi aðili mun þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Í sambærilegum málum hafa dómarar sem sestir eru í helgan stein tekið að sér þetta hlutverk. Í þessu tilfelli myndi aðilinn þó fá meiri völd en í sambærilegum málum og myndi hann einnig fara yfir gögn sem gætu fallið undir trúnað milli Trumps og lögmanna hans, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Ráðuneytið hafði mótmælt þessari kröfu Trumps og meðal annars á þeim grundvelli að búið væri að fara yfir gögnin og kanna hvort persónulegar eigur Trumps séu þeirra á meðal. Þó Trump telji sig eiga opinber gögn frá því hann var forseti, séu þau ekki eigur hans og tilheyri Bandaríkjunum. Ráðuneytið segir einnig að persónulegar eigur Trumps hafi fundist meðal leynilegra gagna og séu því mögulega skilgreind sem sönnunargögn og því eigi ekki að skila þeim til hans að svo stöddu. Þá segir ráðuneytið og núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna að Trump geti ekki nýtt sér þennan trúnað þar sem hann sé ekki lengur aðili að framkvæmdavaldi Bandaríkjanna. Vísaði ráðuneytið til máls frá 1977 þar sem Richard M. Nixon, sem þá var fyrrverandi forseti, reyndi að nota sömu rök til að halda skjölum sem þáverandi forseti var ósammála um að félli undir áðurnefndan trúnað. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru einnig með gögnin úr Mar-a-Lago til rannsóknar og þá sérstaklega hvort og þá hvernig gögnin og vera þeirra í sveitarklúbbnum ógnar þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Ekki búnir að segja hvort ákvörðuninni verði áfrýjað Forsvarsmenn ráðuneytisins hafa ekki sagt hvort til standi að áfrýja úrskurði dómarans Aileen Cannon, sem skipuð var í embætti af Trump árið 2020. Tilnefning hennar var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings, níu dögum eftir að Trump tapaði forsetakosningum gegn Joe Biden. Starfsmenn FBI lögðu í síðasta mánuði hald á gífurlegt magn opinberra gagna, eins og skjöl og myndir, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar hann steig úr embætti forseta. Á meðal gagnanna voru háleynileg skjöl og fjölmargar tómar möppur utan af leynilegum gögnum. Húsleitin var gerð eftir að ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna þjóðskjalasafnsins og FBI til að sækja gögnin báru ekki árangur og grunur lék á að gögn hefðu verið falin frá rannsakendum. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Sérfræðingar gagnrýna úrskurðinn Sérfræðingar sem ræddu við blaðamann New York Times segja úrskurð Cannon vera mjög gagnrýnisverðan. Einn prófessor við Háskólann í Texas lýsir úrskurðinum sem fordæmalausu inngripi alríkisdómara í opinbera rannsókn. Sérfræðingarnir segja að miðað við rökflutning dómarans séu líklegra en ekki að ákvörðun hennar yrði snúið, ákveði forsvarsmenn ráðuneytisins að áfrýja málinu. Verði áfrýjað yrði málið tekið fyrir að ellefu alríkisdómurum en Trump skipaði sex þeirra í embætti. Í rökflutningi hennar vísaði Cannon mikið til þess að Trump væri fyrrverandi forseti og það að hann og orðspor hans gæti hlotið mikinn skaða verði hann ákærður og þá mögulega á grundvelli gagna sem hefði með réttu átt að skila til hans. Segja Trump njóta forrétinda Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja þann kafla rökflutningar Cannon vera sérstaklega undarlegan. Allir í stöðu Trumps hefðu áhyggjur af því að orðspor þeirra yrði skaðað eftir húsleit sem þessa, hvort sem þeir væru fyrrverandi forsetar eða ekki. Dómskerfi Bandaríkjanna ætti að koma eins fram við alla en þarna væri fyrrverandi forseti að fá réttindi sem aðrir hefðu ekki. Samuel W. Buell, sem er lagaprófessor við Duke-háskóla, sama háskóla og Cannon útskrifaðist frá, sagði að allir lögmenn með reynslu af alríkismálum ættu að sjá þennan úrskurð sem aðhlátursefni og að rökflutningur dómarans væri jafnvel verri. „Donald Trump er að fá eitthvað sem enginn annar færi í alríkismálum. Það er engin góð ástæða fyrir því og það mun ekki á nokkurn hátt draga úr háværum upphrópunum um að verið sé að ofsækja hann, þegar það er verið að hlífa honum.“ Hafa áður reynt að leita til dómarans Blaðamenn Daily Beast segja Trump og lögmann hans hafa reynt að koma kröfu þeirra á borð Aileen Cannon. Þetta sé þar að auki ekki í fyrsta sinn sem Trump hafi leitað til hennar varðandi málaferli. Fyrr á þessu ári höfðaði hann mál gegn Hillary Clinton og embættismönnum sem komu að „Rússarannsókninni“ svokölluðu. Þá höfuðu lögmenn Trumps málið sérstaklega í umdæmi Cannon en það heppnaðist ekki. Lögsóknin endaði hjá dómara sem Bill Clinton skipaði í embætti á árum áður. Sá dómari, sem heitir Donald M. Middlebrooks, gagnrýndi Trump í dómsskjali fyrir það að reyna að leita til Cannon. Lögmenn Trumps lögðu kröfu þeirra um að utanaðkomandi aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni fram í sama umdæmi og að þessu sinni var það Cannon sem fékk málið á sitt borð. Yesterday, a South Florida federal judge issued a bizarre ruling halting the FBI's investigation of Trump. She went out of her way to help him.@thedailybeast took a look at how Trump has been trying to get this judge for a while.https://t.co/gfMQe4BkJ4— Jose Pagliery (@Jose_Pagliery) September 6, 2022
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. 2. september 2022 07:17 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. 2. september 2022 07:17
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34