Forstöðukonan stefnir Dyngjunni vegna vangoldinna launa og ávirðinga um misferli í starfi Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 13:25 Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns, fyrrverandi forstöðukonu Dyngjunnar. Hann hafnar öllum ásökunum á hendur henni, segir heimilið skulda forstöðukonunni sjö milljónir og til þess megi rekja ásakanir um misferli forstöðukonunnar. vísir/vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir heimilislausar konur sem koma úr vímuefnameðferð, hefur nú stefnt Dyngjunni og krefst einnar og hálfrar milljóna króna í miskabætur auk sjö milljóna, ógreidd laun sem hún segist eiga inni hjá heimilinu. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“ Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun telur stjórn heimilisins fyrirliggjandi að forstöðukonan hafi misnotað úttektarheimildir við innkaup fyrir Dyngjuna og fjármagnað þannig einkaneyslu sína. Steinbergur Finnbogason lögmaður forstöðukonunnar segir að hann hafi í morgun, fyrir hönd hennar, lagt fram stefnu á hendur heimilinu og stjórnarformanni þess Önnu Margréti Kornelíusardóttur, þar sem krafist er „vangoldinna launa og áunnins orlofs auk einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“ Segir heimilið skulda forstöðukonunni rúmlega sjö milljónir króna Þetta er meðal þess sem fram kemur í harðorðri yfirlýsingu sem Steinbergur sendi til fjölmiðla nú í hádeginu. Hann vill meina að frétt Vísis í morgun hafi verið einhliða og dramatísk, en Steinbergur tekur fram að hann vilji með yfirlýsingu sinni leggja lóð sínar á þær vogaskálar að fréttin verði ekki endurflutt á öðrum miðlum. Í yfirlýsingunni segir að eftir „tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.“ Telur ásakanirnar fram settar til að komast hjá launagreiðslum Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. „Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar,“ segir lögmaðurinn og að telur ásakanirnar á hendur skjólstæðings hans megi rekja til þessa. „Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.“
Dómsmál Félagasamtök Málefni heimilislausra Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira