Ósýnilegu börnin Guðlaugur Kristmundsson skrifar 6. september 2022 07:31 Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun