Sjáðu mörkin: Íslendingarnir allt í öllu hjá Norrköping sem komst aftur á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 19:31 Arnór Sigurðsson skoraði tvívegis í dag. Norrköping Norrköping vann frábæran 3-1 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Segja má að Íslendingarnir í liðinu hafi verið allt í öllu í leiknum, á báðum endum vallarins. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason voru á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi heimamanna. Arnór Sigurðsson var svo á vinstri vængnum og Andri Lucas Guðjohnsen var á varamannabekk liðsins. Jón Guðni Fjóluson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Hammarby. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Ari Freyr varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks þó erfitt sé að sjá hver setti boltann í netið. Markið stóð hins vegar og gestirnir í Hammarby því 1-0 yfir er leikmenn gengu til búningsherbergja. Hammarby tar ledningen mot IFK Norrköping! Självmål av Peking.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/M9fxwdNgSB— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik fékk Norrköping vítaspyrnu. Arnór Sigurðsson fór á punktinn og jafnaði metin. Hann sýndi svo skemmtilega takta skömmu síðar. Arnor Sigurdsson kvitterar från straffpunkten! 1-1 IFK Norrköping - Hammarby IF. pic.twitter.com/eEb2brseqb— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Axén om Sigurdsson:"Det är mycket Hollywoodgrejer nu." pic.twitter.com/oO7imInl9s— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þá kom Arnór Ingvi heimamönnum 2-1 yfir og undir lok leiks má segja að Christoffer Nyman hafi gulltryggt sigur Norrköping með þriðja marki þeirra. 2-1 Arnor Traustason! IFK Norrköping har vänt matchen mot Hammarby! pic.twitter.com/KDpVRRyD4d— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Í uppbótartíma fengu heimamenn aðra vítaspyrnu. Aftur fór Arnór Sigurðsson á punktinn og aftur skoraði hann. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Ari Freyr fór af velli á 78. mínútu, Andri Lucas kom inn af bekknum undir lokin á meðan nafnarnir léku allan leikinn. Arnor Sigurdsson sätter 4-1 till IFK Norrköping och blir därmed tvåmålsskytt! pic.twitter.com/oj3rwjQOug— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 5, 2022 Norrköping er nú með 24 stig í 11. sæti deildarinnar eftir 24 leiki á meðan Hammarby er í 3. sæti með 40 stig. Af öðrum Íslendingum í Svíþjóð er það að frétta að Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Kalmar á Varberg. Davíð Kristján og félagar eru í 6. sæti með 36 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira