Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 11:39 Liz Truss hefur verið kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokks Bretlands. EPA-EFE/Neil Hall Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög. Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög.
Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15