Lygilegt tilboð Chelsea í leikmann sem Southampton keypti fyrir aðeins nokkrum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 09:30 Romeo Lavia fagnar marki sínu gegn Chelsea. Í kjölfarið vildi Lundúnaliðið fá hann í sínar raðir. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Ein af undarlegri sögum félagaskiptagluggans í Englandi átti sér stað á lokadegi hans. Þá reyndi Chelsea að kaupa Romeo Lavia af Southampton á 50 milljónir punda en aðeins eru nokkrar vikur síðan Southampton keypti leikmanninn á 12 milljónir punda. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira