Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 13:00 Samruni Microsoft og Activision Blizzard yrði sá stærsti í leikjaiðnaðinum. Getty/Hakan Nural Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum. Á vef Samkeppniseftirlits Bretlands segir að kaupin verði skoðuðu nánar, gefi forsvarsmenn þeirra ekki góðar ástæður fyrir því að samruni fyrirtækjanna muni ekki koma niður á samkeppni. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu í janúar að skrifað hefði verið undir samkomulag um að fyrirtækið myndi kaupa Activision Blizzard á 68,7 milljarði dala. Það samsvarar í dag tæplega tíu þúsund milljörðum króna. Bæði fyrirtækin eru meðal þeirra stærstu á sviðið leikjafyrirtækja í heiminum. AP fréttaveitan segir Breta ekki þá einu sem hafi áhyggjur af samrunanum og nefnir yfirvöld í Nýja-Sjálandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum. Sjö mánuðum eftir að kaupin voru opinberuðu séu yfirvöld í Sádi-Arabíu þau einu sem hafa veitt samrunanum samþykki. Fréttaveitan segir að stærð bæði Microsoft og Activision Blizzard hafi leitt til þess að kaupin eru til skoðunar víða um heim. Þetta yrði stærsti samruninn í sögu leikjageirans. Í Bandaríkjunum nýtur Microsoft þó nokkuð góðs orðspors þessa dagana. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að byggja það orðspor upp, meðal annars með því að stofna verkalýðsfélag og vegna afstöðu fyrirtækisins gagnvart persónuupplýsingum. Það sama má ekki segja um Activision Blizzard en þaðan hafa á undanförnum árum borist margar neikvæðar fréttir og þá sérstaklega fréttir um eitrað andrúmsloft og áreiti og ofbeldi í garð kvenna. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í fyrra vegna málsins og vegna aðgerðaleysis stjórnenda. í bréfi sem forsvarsmenn Sony sendu til yfirvalda í Brasilíu lýsa þeir yfir sérstökum áhyggjum af því að Microsoft stjórni Call of Duty leikjunum. Þeir hafi svo djúpar rætur í samfélagi leikjaspilara og séu svo vinsælir að ómögulegt væri fyrir samkeppnisaðila Microsoft að keppa við leikina, taki forsvarsmenn sameinaðs fyrirtækis Microsofts og Activision Blizzard að hætta að gefa leikina út fyrir PlayStation leikjatölvur og gefa þá þess í stað eingöngu út fyrir Xbox og PC. Sony hefur lengi átt í miklu samstarfi við Activision. Eins og bent er á í frétt Eurogamer hefur Sony meðal annars tekið mikinn þátt í markaðssetningu Call of Duty leikja og greitt Activision fyrir aukin fríðindi PlayStation eigenda í leikjunum. Brad Smith, forstjóri Microsoft, hefur sagt að leikir eins og Call of Duty yrðu áfram aðgengilegir í PlayStation-leikjatölvum, lengur en núverandi samningar segi til um og inn í framtíðina. Forsvarsmenn Sony hafa áður sagt að þeir eigi von á því að leikir sameinaðs MAB verði áfram aðgengilegir fyrir eigendur PlayStation-leikjatölva. Sjá einnig: Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Vert er að benda á það að eftir að Microsoft keypti Bethesda, sem gerir meðal annars vinsæla leiki eins og Elder Scrolls og Fallout, var tilkynnt að Starfield, næsti leikur fyrirtækisins, verði einungis aðgengilegur í xBox og PC. Forstjóri Microsoft Gaming hefur sömuleiðis gefið í skyn að það muni einnig eiga við um næsta Elder Scrolls 6. Miklar sviptingar Undanfarin ár hefur Microsoft keypt þó nokkur leikjafyrirtæki af smærri gerðinni. Fyrirtækið keypti svo í fyrra ZeniMax Media, sem gefur meðal annars út Elder Scrolls-, Doom-, og Fallout-leikina. Fleiri sviptingar hafa orðið í heimi tölvuleikjaframleiðenda á undanförnum mánuðum en þó engar á sama stærðarskala og kaup Microsoft á Activision Blizzard. Má nefna það að Sony keypti leikjafyrirtækið Bungie og Take Two, sem gefur út Grand Theft Auto-leikina, keypti fyrirtækið Zynga. Sjá einnig: Sony kaupir leikjarisann Bungie Þar að auki hafa á undanförnum vikum borist fréttir af því að forsvarsmenn Amazon hafi áhuga á að kaupa EA Games, einn stærsta leikjaútgefanda heims. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar og hafa sömuleiðis borist fregnir af því að upprunalegu fregnirnar séu rangar. Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á vef Samkeppniseftirlits Bretlands segir að kaupin verði skoðuðu nánar, gefi forsvarsmenn þeirra ekki góðar ástæður fyrir því að samruni fyrirtækjanna muni ekki koma niður á samkeppni. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu í janúar að skrifað hefði verið undir samkomulag um að fyrirtækið myndi kaupa Activision Blizzard á 68,7 milljarði dala. Það samsvarar í dag tæplega tíu þúsund milljörðum króna. Bæði fyrirtækin eru meðal þeirra stærstu á sviðið leikjafyrirtækja í heiminum. AP fréttaveitan segir Breta ekki þá einu sem hafi áhyggjur af samrunanum og nefnir yfirvöld í Nýja-Sjálandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum. Sjö mánuðum eftir að kaupin voru opinberuðu séu yfirvöld í Sádi-Arabíu þau einu sem hafa veitt samrunanum samþykki. Fréttaveitan segir að stærð bæði Microsoft og Activision Blizzard hafi leitt til þess að kaupin eru til skoðunar víða um heim. Þetta yrði stærsti samruninn í sögu leikjageirans. Í Bandaríkjunum nýtur Microsoft þó nokkuð góðs orðspors þessa dagana. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að byggja það orðspor upp, meðal annars með því að stofna verkalýðsfélag og vegna afstöðu fyrirtækisins gagnvart persónuupplýsingum. Það sama má ekki segja um Activision Blizzard en þaðan hafa á undanförnum árum borist margar neikvæðar fréttir og þá sérstaklega fréttir um eitrað andrúmsloft og áreiti og ofbeldi í garð kvenna. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í fyrra vegna málsins og vegna aðgerðaleysis stjórnenda. í bréfi sem forsvarsmenn Sony sendu til yfirvalda í Brasilíu lýsa þeir yfir sérstökum áhyggjum af því að Microsoft stjórni Call of Duty leikjunum. Þeir hafi svo djúpar rætur í samfélagi leikjaspilara og séu svo vinsælir að ómögulegt væri fyrir samkeppnisaðila Microsoft að keppa við leikina, taki forsvarsmenn sameinaðs fyrirtækis Microsofts og Activision Blizzard að hætta að gefa leikina út fyrir PlayStation leikjatölvur og gefa þá þess í stað eingöngu út fyrir Xbox og PC. Sony hefur lengi átt í miklu samstarfi við Activision. Eins og bent er á í frétt Eurogamer hefur Sony meðal annars tekið mikinn þátt í markaðssetningu Call of Duty leikja og greitt Activision fyrir aukin fríðindi PlayStation eigenda í leikjunum. Brad Smith, forstjóri Microsoft, hefur sagt að leikir eins og Call of Duty yrðu áfram aðgengilegir í PlayStation-leikjatölvum, lengur en núverandi samningar segi til um og inn í framtíðina. Forsvarsmenn Sony hafa áður sagt að þeir eigi von á því að leikir sameinaðs MAB verði áfram aðgengilegir fyrir eigendur PlayStation-leikjatölva. Sjá einnig: Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Vert er að benda á það að eftir að Microsoft keypti Bethesda, sem gerir meðal annars vinsæla leiki eins og Elder Scrolls og Fallout, var tilkynnt að Starfield, næsti leikur fyrirtækisins, verði einungis aðgengilegur í xBox og PC. Forstjóri Microsoft Gaming hefur sömuleiðis gefið í skyn að það muni einnig eiga við um næsta Elder Scrolls 6. Miklar sviptingar Undanfarin ár hefur Microsoft keypt þó nokkur leikjafyrirtæki af smærri gerðinni. Fyrirtækið keypti svo í fyrra ZeniMax Media, sem gefur meðal annars út Elder Scrolls-, Doom-, og Fallout-leikina. Fleiri sviptingar hafa orðið í heimi tölvuleikjaframleiðenda á undanförnum mánuðum en þó engar á sama stærðarskala og kaup Microsoft á Activision Blizzard. Má nefna það að Sony keypti leikjafyrirtækið Bungie og Take Two, sem gefur út Grand Theft Auto-leikina, keypti fyrirtækið Zynga. Sjá einnig: Sony kaupir leikjarisann Bungie Þar að auki hafa á undanförnum vikum borist fréttir af því að forsvarsmenn Amazon hafi áhuga á að kaupa EA Games, einn stærsta leikjaútgefanda heims. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar og hafa sömuleiðis borist fregnir af því að upprunalegu fregnirnar séu rangar.
Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira