Erlent

Ní­tján látin og barns með albín­isma enn saknað

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögregla í Madagaskar. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lögregla í Madagaskar. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Rafalia Henitsoa/Anadolu Agency

Árás átti sér stað við lögreglustöð á Madagaskar í gær þar sem nítján eru sagðir hafa látið lífið af völdum lögreglu og tuttugu og einn særst. Hópur fólks er sagður hafa reynt að ráðast inn á lögreglustöð í bænum Ikongo.

Fólkið er sagt hafa ráðist á lögreglustöðina til þess að reyna að ná í fjóra einstaklinga sem voru í haldi lögreglu og grunaðir um að hafa rænt barni með albínisma og myrt móður þess. Reuters greinir frá þessu.

Barnið sé ekki enn fundið og ekkert sé vitað um ástæðurnar að baki ráninu að svo stöddu en í sumum löndum í Afríku sé börnum með albínisma rænt og talið sé að þau geti verið notuð við ákveðnar helgiathafnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×